Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum karamella kornflex lakkrís dumble rúna esradóttir ísafjörður nammibitar einfalt gott Berglind guðmundsdóttir gulur rauður grænn og salt
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Rúna kom með karmellukornflexnammi með lakkrísbitum á dögunum. Uppskriftin  er frá Berglindi vinkonu minni, á sinni síðu segir hún: Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!!

RÚNALAKKRÍSKARAMELLU… — KORNFLEXNAMMIDUMLE

.

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
Setjið í form (24x34cm) hulið smjörpappír og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið því næst yfir kornflexnammið. Setjið í fyrsti og geymið í amk. 20-30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita.

RÚNALAKKRÍSKARAMELLU… — KORNFLEXNAMMIDUMLE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins. Þegar líður að lokum sumars er gaman að horfa um öxl og skoða hvaða uppskriftir hafa verið vinsælastar í sumar. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að fólk er duglegt að baka samkvæmt samantektinni. Ég er bæði alsæll og þakklátur, á hverjum degi eru nokkur þúsund heimsóknir á bloggið*  Svona er topp tíu listi sumarsins: