Veislukaffi með frændfólki

gulrótaterta gulrótakaka TÚNFISKSALAT eplaterta eplakaka Ómar kristinsson Arnar kristinsson, VILBORG sigfúsdóttir þórunn sigfúsdóttir Sólveig Lilja Sigurðardóttir Albert, Kristinn, Þorbjörg jónasson, Birgir jónasson og Þórdís jónsdóttir kaffiveisla akureyri tóta ömmusystir
Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.

Veislukaffiboð með frændfólki

Þorbjörg frænka mín Jónasdóttir og Kristinn Sigurðsson, hennar maður, buðu heim í kaffi og ljómandi góðar veitingar. Aðrir gestir voru hjónin Birgir, bróðir Þorbjargar, og Þórdís ásamt bræðrunum Arnari og Ómari Kristinssonum. Mikið er ánægjulegt að sitja með góðu fólki við fallega dúkað borð og njóta þess að borða ljúffengar veitingar. Fyrir ættfróða þá voru ömmur okkar Arnars og Ómars systur, þær Vilborg og Þórunn Sigfúsdætur.

AKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTURTÚNFISKSALÖTGULRÓTATERTURSNITTURVILBORG SIGFÚSD

.

Þórdís, Sólveig Lilja, sem er barnabarn Þórunnar, og Arnar
Eplakaka Þorbjargar

Eplakaka Þorbjargar – Þetta er mjög sveigjanleg uppskrift

3-4 epli skorin (ekki mjög smátt) og sett í eldfast mót
Gott að strá smávegis kanelsykri yfir og ennþá betra að rífa dálítið marsípan (eða jafnvel súkkulaði svona spari) og blanda saman við eplin.
100 gr brætt smjör
100 gr dökkur púðursykur
50 gr hafragrjón
50 gr mulið Korn flakes, má vera frekar grófmulið.
(Ef hafragrjónin eru búin á heimilinu þá svínvirkar að nota eintómt Korn flakes).
Þessu er öllu blandað saman og smurt yfir eplin. Bakað við 180° í 30 mín.
Borið fram með ís eða þeyttum rjóma.
Reynslan segir að það geti komið sér vel að tvöfalda þessa uppskrift.

Þórdís kom með rúllutertubrauð með túnfisksalati

Rúllutertubrauð með túnfisksalati

Túnfisksalat:

c.a. 150 gr. mæjónes
c.a. 150 gr. sýrður rjómi
Kryddað eftir smekk t.d. Með Season all, sítrónupipar og Kryddi lífsins.
1 dós túnfiskur
1/2 rauð paprika söxuð smátt
partur af púrrulauk saxaður smátt
2-3 harðsoðin egg brytjuð
Öllum hráefnunum blandað saman og smurt á rúllutertubrauðið og því rúllað þétt saman. Örlitlu mæjónesi smurt yfir. Brauðið síðan skorið í sneiðar sem skreyttar eru með eggi, gúrku, vínberjum og steinselju.

Rónaréttur Þórdísar

Rónaréttur Þórdísar

150-200 gr makkarónukökur
c.a. 1 dl sherry
c.a. 100 gr súkkulaði (að eigin vali)
Ýmsir ávextir t.d. 1-2 epli, mangó, banani, kíwi, græn og rauð vínber, bláber og jarðarber.
Makkarónurnar muldar og settar í botninn á formi eða skál. (Best að nota ílát með víðum botni). Síðan er bleytt í með sherrýinu. Súkkulaðið brytjað og sett ofan á. Ávextirnir skornir í bita og dreift yfir. Fallegt að hafa berin efst. Best er að láta réttinn bíða í 1/2–1 sólarhring. Borinn fram með þeyttum rjóma.

Gulrótarkaka – Þorbjargar

Gulrótarkaka – Þorbjargar

3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1/2 salt
2 tsk kanill
1 tsk múskat
2 dl sykur
1 dl matarolía
3 egg
1 bolli rifnar gulrætur
Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman
Bakað við 180°C í c.a. 30 mín.
Krem:
150 gr rjómaostur
50 gr mjúkt smjör
1/2 tsk vanilla
1 bolli flórsykur
1 msk sítrónusafi
Smjör, rjómaostur og vanilla og sítrónusafi þeytt þar til vel mjúkt. Flórsykrinum blandað í smátt og smátt þangað til kremið er orðið hæfilega þykkt. Í október setur maður dropa af rauðum matarlit, svo kremið verði fallega bleikt.

AKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTURTÚNFISKSALÖTGULRÓTATERTURSNITTURVILBORG SIGFÚSD

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Cululutte brauð

Cululette brauð. Í vinabæjarheimsókninni í Gravelines á dögunum fengum við soðið brauð sem mun vera frá norður Frakklandi. Brauðið rann ljúflega niður með romm/smjörsósu...

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Albert eldar – blár, svartar og rauðar svuntur á tilboði. Tilvalin gjöf

Albert eldar - blár, svartar og rauðar svuntur. Vantar ódýra jólagjöf sem nýtist vel? Er með nokkrar fallegar svuntur til sölu sem á stendur Albert eldar - alberteldar.com

Verðinu er stillt verulega í hóf: 1.500 + sendingarkostnaður.i

Jólatilboð: 1.200 + sendingarkostnaður

Sendið póst á albert.eiriksson@gmail.com eða skilaboð á fasbókinni

Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband

Tveimur mánuðum eftir að ég fór á fyrsta fundinn með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi hefur margt gerst og margt verið prófað. Fyrsta skrefið var að fara yfir matarsöguna í grófum dráttum frá barnæsku, matartengt hegðunarmynstur og halda matardagbók. Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa. Myndbandið er samantekt eftir fyrstu tvo mánuðina.