Veislukaffi með frændfólki

gulrótaterta gulrótakaka TÚNFISKSALAT eplaterta eplakaka Ómar kristinsson Arnar kristinsson, VILBORG sigfúsdóttir þórunn sigfúsdóttir Sólveig Lilja Sigurðardóttir Albert, Kristinn, Þorbjörg jónasson, Birgir jónasson og Þórdís jónsdóttir kaffiveisla akureyri tóta ömmusystir
Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.

Veislukaffiboð með frændfólki

Þorbjörg frænka mín Jónasdóttir og Kristinn Sigurðsson, hennar maður, buðu heim í kaffi og ljómandi góðar veitingar. Aðrir gestir voru hjónin Birgir, bróðir Þorbjargar, og Þórdís ásamt bræðrunum Arnari og Ómari Kristinssonum. Mikið er ánægjulegt að sitja með góðu fólki við fallega dúkað borð og njóta þess að borða ljúffengar veitingar. Fyrir ættfróða þá voru ömmur okkar Arnars og Ómars systur, þær Vilborg og Þórunn Sigfúsdætur.

AKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTURTÚNFISKSALÖTGULRÓTATERTURSNITTURVILBORG SIGFÚSD

.

Þórdís, Sólveig Lilja, sem er barnabarn Þórunnar, og Arnar
Eplakaka Þorbjargar

Eplakaka Þorbjargar – Þetta er mjög sveigjanleg uppskrift

3-4 epli skorin (ekki mjög smátt) og sett í eldfast mót
Gott að strá smávegis kanelsykri yfir og ennþá betra að rífa dálítið marsípan (eða jafnvel súkkulaði svona spari) og blanda saman við eplin.
100 gr brætt smjör
100 gr dökkur púðursykur
50 gr hafragrjón
50 gr mulið Korn flakes, má vera frekar grófmulið.
(Ef hafragrjónin eru búin á heimilinu þá svínvirkar að nota eintómt Korn flakes).
Þessu er öllu blandað saman og smurt yfir eplin. Bakað við 180° í 30 mín.
Borið fram með ís eða þeyttum rjóma.
Reynslan segir að það geti komið sér vel að tvöfalda þessa uppskrift.

Þórdís kom með rúllutertubrauð með túnfisksalati

Rúllutertubrauð með túnfisksalati

Túnfisksalat:

c.a. 150 gr. mæjónes
c.a. 150 gr. sýrður rjómi
Kryddað eftir smekk t.d. Með Season all, sítrónupipar og Kryddi lífsins.
1 dós túnfiskur
1/2 rauð paprika söxuð smátt
partur af púrrulauk saxaður smátt
2-3 harðsoðin egg brytjuð
Öllum hráefnunum blandað saman og smurt á rúllutertubrauðið og því rúllað þétt saman. Örlitlu mæjónesi smurt yfir. Brauðið síðan skorið í sneiðar sem skreyttar eru með eggi, gúrku, vínberjum og steinselju.

Rónaréttur Þórdísar

Rónaréttur Þórdísar

150-200 gr makkarónukökur
c.a. 1 dl sherry
c.a. 100 gr súkkulaði (að eigin vali)
Ýmsir ávextir t.d. 1-2 epli, mangó, banani, kíwi, græn og rauð vínber, bláber og jarðarber.
Makkarónurnar muldar og settar í botninn á formi eða skál. (Best að nota ílát með víðum botni). Síðan er bleytt í með sherrýinu. Súkkulaðið brytjað og sett ofan á. Ávextirnir skornir í bita og dreift yfir. Fallegt að hafa berin efst. Best er að láta réttinn bíða í 1/2–1 sólarhring. Borinn fram með þeyttum rjóma.

Gulrótarkaka – Þorbjargar

Gulrótarkaka – Þorbjargar

3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1/2 salt
2 tsk kanill
1 tsk múskat
2 dl sykur
1 dl matarolía
3 egg
1 bolli rifnar gulrætur
Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman
Bakað við 180°C í c.a. 30 mín.
Krem:
150 gr rjómaostur
50 gr mjúkt smjör
1/2 tsk vanilla
1 bolli flórsykur
1 msk sítrónusafi
Smjör, rjómaostur og vanilla og sítrónusafi þeytt þar til vel mjúkt. Flórsykrinum blandað í smátt og smátt þangað til kremið er orðið hæfilega þykkt. Í október setur maður dropa af rauðum matarlit, svo kremið verði fallega bleikt.

AKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTURTÚNFISKSALÖTGULRÓTATERTURSNITTURVILBORG SIGFÚSD

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.