Café Riis á Hólmavík

Með Guðrún Ásla atladóttir fyrir framan Café Riis hólmavík good restaurant in holmavik veitingastaður veitingahús
Með Guðrúnu Áslu fyrir framan Café Riis

Café Riis á Hólmavík

Guðrún Ásla Atladóttir er einn yngsti vert landsins, hún á og rekur Café Riis á Hólmavík. Reglulega komum við við hjá henni og erum alsælir með matinn, þjónustuna og umhverfið. Góður heiðarlegur matur á fallegum stað.

HÓLMAVÍK VEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

Steiktur þorskur með bankabyggi og paprikuostasósu

 

Teryaki lambasalat með sætkartöflufrönskum og rauðlaukssultu
Sjávarréttasúpa með fullt af allskonar fiski

 

Salat með rækjum og reyktum laxi, risarækjur steiktar í hvítlauks/chili smjöri og pitsa Andrea style
Fiskur dagsins, smjörsteiktur splunkunýr þorskur með svepparisottói, gulrótum og fleiru góðu
Pönnusteiktar gellur í raspi með smjörsteiktum lauk og kartöflum
Ostapitsa og klassík með ólífum pepperóni, chili og gráðaosti
Ostapitsa og klassík með ólífum pepperóni, chili og gráðaosti
Mangó chutney lax – fiskur dagsins
Tvíreykt ærkjöt af Ströndum með piparrótarsósu – eitt það allra besta.
Humarpista, afar góð 🙂
Steiktur saltfiskur með ristuðum pistasíum og sætkartöflumús
Súkkulaðiterta og ís frá Erpsstöðum
Skyrkaka með bláberjamauki
og svo kaffi eftir matinn

 

 

Það er fagurt á Hólmavík
Café Riis á Hólmavík

AÐ LOKUM: Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar. Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

HÓLMAVÍK VEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Kartöflusalat með pestói

Kartöflusalat með pestói. Í hlöðugrillinu snæddu gestir holugrillað lambalæri með tveimur tegundum af kartöflusalati. Afsakið að ekki séu í uppskrifinni mál og vog heldur hvað var í salatinu.