Ítölsk eplakaka – einstaklega góð

 Italian Cooking Encyclopedia, eplakaka eplaterta ítölsk ítalía sítróna terta kaffimeðlæti epli súsanna svavarsdóttir Þorgrímsstaðir Ítölsk eplakaka – einstaklega góð bretland england einföld fljótleg terta kaffimeðlæti með kaffinu italian apple cake
Ítölsk eplakaka – einstaklega góð

Ítölsk eplakaka

„Alger uppáhalds kaka hér á heimilinu og kemur úr gríðarmiklum doðranti, Italian Cooking Encyclopedia, sem ég keypti fyrir lifandi löngu í Bretlandi.” segir Súsanna Svavarsdóttir sem sendi mér uppskrifina. Einstaklega ljúf og bragðgóð terta sem á alltaf við og ég skil vel hvers vegna er í upphaldi hjá Súsönnu og fjölskyldu. Takk fyrir 🙂

EPLATERTUREPLIÍTALÍA

.

Ítölsk eplakaka – einstaklega góð
Græn epli

Ítölsk eplakaka

3 stór epli

Safi og fínt rifinn börkur úr einni sítrónu

4 egg

150 g sykur (2/3 b)

150 g hveiti (1 1/3b)

1 tsk lyftiduft

1/3 tsk salt

115 g bráðið og kælt smjör

Smyrjið ca. 23 cm form með lausum botni með smjöri. Getur líka við gott að setja smjörpappír í botninn. Skerið hvert epli í fjóra bita, skrælið og hreinsið kjarnana úr þeim. Sneiðið síðan í þunnar skífur og setjið í skál, hellið sítrónusafa og berki yfir. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin vel þykk. Setjið hveiti og lyftiduft saman við eggjahræruna. Hellið smjörinu saman við. Bætið eplunum út í og blandið vel. Hellið í formið og jafnið yfirborðið vel. Bakið við 180°C í 40 mín. Fallegt að skreyta, t.d. fínt skræluðum sítrónuberki og með því að sigta smá flórsykur yfir.

EPLATERTUREPLIÍTALÍA

— ÍTÖLSK EPLAKAKA —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Milljónabomba. Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða - þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira.... Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.