Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður
Í Arnardal við Skutulsfjörð, steinsnar frá Ísafirði, er veitingastaður sem verður að teljast einstakur – Jötunn restaurant. Þetta er gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.
Við höfum stundum pantað okkur sushi hjá Henrý Ottó í Átvagninum, og það verður að segjast eins og er, að það þarf ekkert að leita lengra, frumlegt, bragðgott og algjört sælgæti.
Við byggðum hins vegar upp spennu allt sumarið og fórum ekki í Arnardal fyrr en á giftingarafmælinu 16. ágúst, sem er raunar líka afmælið mitt. Þessi merkisdagur er dagurinn sem Henrý Ottó opnaði í Arnardal.
Þar býður Henrý Ottó meðal annars upp á þrenns konar þriggja rétta „set-menus“ (fyrirfram ákveðna) matseðla. Sá fyrsti er með kjötréttum, annar með fiskréttum og sá þriðji vegan. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla! Þeir eru allir góðir, skiptir ekki máli hvort við erum kjötætur, fiskætur eða vegan.
— VEITINGASTAÐIR — ÍSAFJÖRÐUR — 16. ÁGÚST —
.
Ég mæli með Jötun restaurant í Arnardal fyrir heimamenn, gesti og ferðafólk og vona að staðurinn eigi eftir að blómstra, því að hann er frábær viðbót við veitingahúsaflóruna á Ísafirði.
— VEITINGASTAÐIR — ÍSAFJÖRÐUR — 16. ÁGÚST —
.