SKESSUHURÐ
Þjóðsögur þurfa hvorki að vera langar né flóknar. Á Fáskrúðsfirði er fallegur berggangur sem kallast Skessuhurð. Sagan segir að þar á bakvið sé skessa ein sem opnar hurðina á tíu ára fresti og gáir til veðurs. Sögulok.
— ÞJÓÐSÖGUR — HÖFÐAHÚS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SKESSU… — ÖRNEFNI —
.
„Utan við Höfðahúsárós er hvammur, sem kallaður er Höfðahúsárhvammur, hann tilheyrði Höfðahúsum, meðan áin rann fyrir utan hann, og í gamla daga réði áin landamerkjum. Í hvamminum byggði Stefán á H[öfða]h[úsum] nýtt timburhús um 1900, sem brann. Þar er B[ergkvist] fæddur. Fyrir mörgum árum síðan bjó þar maður sem Ásmundur hét Finnbogason. Hann fórst frá konu og mörgum börnum um 1910-22 (Fyrir utan hvamminn tekur við Höfðinn, hár og mikill klettur. Vestan í Höfðanum er einkennilegt berg, sem kallað var Skessuhurð. Sagt var, að skessan opnaði hurð þessa á 10 ára fresti að gá til veðurs). Sömu nótt reis Stefán á Höfðahúsum á fætur, leit á loftvog og sá, að hún var fallin um 4 stig. Fór hann þá til Ásmundar að láta vita, en Ásmundur var róinn, og aðeins
hvalbeinin eftir í fjörunni”*
Í örnefnaskrá Árnagerðis og Lækjamóts stendur m.a.:
„Skessuhurð (6) er sérkennilegur, flatur klettur, mjög sléttur. Hún er áföst við Höfðann og gengur í sjó fram. Í örnefnaskrá Höfðahúsa segir, að sagt sé, að skessan opnaði hurð þessa á 10 ára fresti að gá til veðurs”.**
Viðar Sigurbjörnsson (1934-2006), ólst upp á Höfðahúsum, heyrði söguna þannig að skessan Spör hafi komið úr Spararfjalli hafi farið inn þar sem Skessuhurð er, skellt á eftir sér og aldrei komið út aftur.***
* Stofnun Árna Magnússonar
**Úr örnefnaskrá Höfðahúsa, heimildarmaður Bergkvist Stefánsson (1903-1986)
***Samtal við Albert Eiríksson í júní 2004
— ÞJÓÐSÖGUR — HÖFÐAHÚS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SKESSU… — ÖRNEFNI —
.
SKESSUHURÐ Porte d’ogresse
“ Près de la rivière de Höfðahúsá il y a un endroit où Stefán, le fermier s’est construit une maison en bois en 1900 qui a brûlé par la suite. Là est né B[ergkvist]. Il y a longtemps un homme Ásmundur Finnbogason y vivait. Il a péri en mer en laissant une femme et plusieurs enfants pendant la période de 1910-22. Pas loin de cet endroit il y a un rocher, très haut et un peu plus à l’Ouest, “Skessuhurð”, la porte d’ogresse. On dit que l’ogresse ouvrait la porte tous les dix ans pour vérifier la météo. Cette même nuit Stefán se réveilla et vit le temps dehors, il voulut prévenir Ásmundur, mais celui-ci était déjà parti à la pêche en laissant les os de baleine”. *
*Les os de baleine furent utilisé pour faciliter la mise en mer de la barque. Au registre des noms de lieux d’Árnagerðis et Lækjamót, sont écrit entre autres :
Skessuhurð” porte d’ogresse” (6) un rocher de forme spéciale, très plate. Dans le registre de nom de lieu de Höfðahús, on dit que l’ogresse ouvre la porte tous les dix ans pour vérifier le temps qu’il fait ”. Du régistre des noms de lieux d’Höfðahúsa, source Bergkvist Stefánsson (né en 1903)