Bláberja og möndluterta
Það er eins og góð hugleiðsla eða jarðtenging að fara í berjamó, njóta þess að hlusta á náttúruna og finna ilminn. Berin er hægt að nota í ýmislegt eins og að baka úr þeim góða tertu. Ekki skemmir nú fyrir að í tertunni eru bæði bláber og aðalbláber. Þessi terta er mjúk og bragðgóð, ef þið eruð í stuði er ráð að setja smjörkrem ofan á og skreyta með berjum.
— BLÁBER — MÖNDLUTERTUR — BLÁBERJATERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — SMJÖRKREM — AÐALBLÁBER — MÖNDLUMJÖL —
.
Bláberja og möndluterta
1 b möndlumjöl
1/2 b kókosmjöl
1/2 b sykur
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/3 tsk salt
rifinn börkur af einni sítrónu
3 egg
100 g mjúkt smjör
1 tsk vanilla
1 b bláber (eða rúmlega það)
1/4 b möndluflögur.
Blandið saman möndlumjöli, kókosmjöli, sykri, hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberkinum saman.
Þeytið vel saman egg, smjör og vanillu.
Bætið bláberjunum saman við og hrærið varlega með sleikju.
Setjið í form. Stráið möndluflögum yfir.
Bakið við 175°C í um 30 mín.
— SOFFÍA VAGNSDÓTTIR — BLÁBER — MÖNDLUTERTUR — BLÁBERJATERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — SMJÖRKREM — AÐALBLÁBER — MÖNDLUMJÖL —
.