Bláberja og möndluterta

Bláberja og möndluterta bláberjaterta bláber aðalbláber terta möndlumjöl BERJAMÓ Soffía vagnsdóttir
Bláberja og möndluterta – mjúk og bragðgóð terta. Ef þið eruð í stuði er ráð að setja smjörkrem ofan á og skreyta með berjum.

Bláberja og möndluterta

Það er eins og góð hugleiðsla eða jarðtenging að fara í berjamó, njóta þess að hlusta á náttúruna og finna ilminn. Berin er hægt að nota í ýmislegt eins og að baka úr þeim góða tertu. Ekki skemmir nú fyrir að í tertunni eru bæði bláber og aðalbláber. Þessi terta er mjúk og bragðgóð, ef þið eruð í stuði er ráð að setja smjörkrem ofan á og skreyta með berjum.

BLÁBERMÖNDLUTERTURBLÁBERJATERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTISMJÖRKREMAÐALBLÁBERMÖNDLUMJÖL

.

Bláberja og möndluterta

Bláberja og möndluterta

1 b möndlumjöl
1/2 b kókosmjöl
1/2 b sykur
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/3 tsk salt
rifinn börkur af einni sítrónu

3 egg
100 g mjúkt smjör
1 tsk vanilla

1 b bláber (eða rúmlega það)
1/4 b möndluflögur.

Blandið saman möndlumjöli, kókosmjöli, sykri, hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberkinum saman.

Þeytið vel saman egg, smjör og vanillu.

Bætið bláberjunum saman við og hrærið varlega með sleikju.
Setjið í form. Stráið möndluflögum yfir.

Bakið við 175°C í um 30 mín.

Bláberja og möndluterta
Soffíu Vagnsdóttur var boðið upp á bláberjatertuna góðu

SOFFÍA VAGNSDÓTTIRBLÁBERMÖNDLUTERTURBLÁBERJATERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTISMJÖRKREMAÐALBLÁBERMÖNDLUMJÖL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...