Bláberja og möndluterta

Bláberja og möndluterta bláberjaterta bláber aðalbláber terta möndlumjöl BERJAMÓ Soffía vagnsdóttir
Bláberja og möndluterta – mjúk og bragðgóð terta. Ef þið eruð í stuði er ráð að setja smjörkrem ofan á og skreyta með berjum.

Bláberja og möndluterta

Það er eins og góð hugleiðsla eða jarðtenging að fara í berjamó, njóta þess að hlusta á náttúruna og finna ilminn. Berin er hægt að nota í ýmislegt eins og að baka úr þeim góða tertu. Ekki skemmir nú fyrir að í tertunni eru bæði bláber og aðalbláber. Þessi terta er mjúk og bragðgóð, ef þið eruð í stuði er ráð að setja smjörkrem ofan á og skreyta með berjum.

BLÁBERMÖNDLUTERTURBLÁBERJATERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTISMJÖRKREMAÐALBLÁBERMÖNDLUMJÖL

.

Bláberja og möndluterta

Bláberja og möndluterta

1 b möndlumjöl
1/2 b kókosmjöl
1/2 b sykur
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/3 tsk salt
rifinn börkur af einni sítrónu

3 egg
100 g mjúkt smjör
1 tsk vanilla

1 b bláber (eða rúmlega það)
1/4 b möndluflögur.

Blandið saman möndlumjöli, kókosmjöli, sykri, hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberkinum saman.

Þeytið vel saman egg, smjör og vanillu.

Bætið bláberjunum saman við og hrærið varlega með sleikju.
Setjið í form. Stráið möndluflögum yfir.

Bakið við 175°C í um 30 mín.

Bláberja og möndluterta
Soffíu Vagnsdóttur var boðið upp á bláberjatertuna góðu

SOFFÍA VAGNSDÓTTIRBLÁBERMÖNDLUTERTURBLÁBERJATERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTISMJÖRKREMAÐALBLÁBERMÖNDLUMJÖL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur. Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt.

SaveSave

SaveSave

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.