Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur mexíkó kínóa quinoa avókadó nýrnabaunir kóríander maísbaunir
Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur

Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur kínóaréttur undir mexíkóskum áhrifum. Ágætt að útbúa stóran skammt, rétturinn er góður og er það líka daginn eftir.

Sagði einhver að hollur matur væri óspennandi og vondur?

MEXÍKÓKÍNÓANÝRNABAUNIRAVÓKADÓ

.

Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur

1 b kínóa
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 chili (eða jalapeno)
1 ds niðursoðnir tómatar
1 b vatn
1 tsk cumin
salt + pipar
1 ds nýrnabaunir
1 ds maísbaunir
1 avókadó
safi úr einu lime
2 msk saxað kóríander.

Saxið hvítlauk og chili og léttsteikið í olíunni.
Bætið við kínóa, tómötum, vatni og kryddi og sjóðið í 20 mín.
Skolið nýrnabaunir og bætið við ásamt maísbaunum (ekki safanum).
Skerið niður avókadó og blandið saman við.
Kreistið lime yfir.
Stráið kóríander yfir.

MEXÍKÓKÍNÓANÝRNABAUNIRAVÓKADÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa. Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.