Speltbrauð með fræblöndu

Speltbrauð með fræblöndu spelt fræ
Speltbrauð með fræblöndu

 Speltbrauð með fræblöndu

Fínasta hollustubrauð sem gott er að grípa í, hvort sem það er nýkomið úr ofninum eða ristað daginn eftir. Næringarríkt speltbrauð sem er bæði saðsamt og bragðmikið.

— BRAUР— SPELT — FÖSTUDAGSKAFFISPELTBRAUÐ

.

Speltbrauð með fræblöndu
Speltbrauð með fræblöndu

Speltbrauð með fræblöndu

5 dl spelt
1 dl gróft kókosmjöl
2 dl fræ (sólblóma, graskers, hörfræ, sesam)
1,5 msk (vínsteins)lyftiduft
1 tsk edik
1 tsk rósmarín
1 1/2 tsk salt
4 dl vatn (getur þurft aðeins meira eða minna).

Blandið öllu varlega saman með sleif og bakið í ca. 50 mín við 175° Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að það leki af sleifinni. En heldur ekki þurrt eins og þegar maður hnoðar deigið.

 

SPELTBRAUÐBRAUР— SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.