Speltbrauð með fræblöndu
Fínasta hollustubrauð sem gott er að grípa í, hvort sem það er nýkomið úr ofninum eða ristað daginn eftir. Næringarríkt speltbrauð sem er bæði saðsamt og bragðmikið.
— BRAUÐ — SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI — SPELTBRAUÐ —
.
Speltbrauð með fræblöndu
5 dl spelt
1 dl gróft kókosmjöl
2 dl fræ (sólblóma, graskers, hörfræ, sesam)
1,5 msk (vínsteins)lyftiduft
1 tsk edik
1 tsk rósmarín
1 1/2 tsk salt
4 dl vatn (getur þurft aðeins meira eða minna).
Blandið öllu varlega saman með sleif og bakið í ca. 50 mín við 175° Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að það leki af sleifinni. En heldur ekki þurrt eins og þegar maður hnoðar deigið.
— SPELTBRAUÐ — BRAUÐ — SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI —
.