Speltbrauð með fræblöndu

Speltbrauð með fræblöndu spelt fræ
Speltbrauð með fræblöndu

 Speltbrauð með fræblöndu

Fínasta hollustubrauð sem gott er að grípa í, hvort sem það er nýkomið úr ofninum eða ristað daginn eftir. Næringarríkt speltbrauð sem er bæði saðsamt og bragðmikið.

— BRAUР— SPELT — FÖSTUDAGSKAFFISPELTBRAUÐ

.

Speltbrauð með fræblöndu
Speltbrauð með fræblöndu

Speltbrauð með fræblöndu

5 dl spelt
1 dl gróft kókosmjöl
2 dl fræ (sólblóma, graskers, hörfræ, sesam)
1,5 msk (vínsteins)lyftiduft
1 tsk edik
1 tsk rósmarín
1 1/2 tsk salt
4 dl vatn (getur þurft aðeins meira eða minna).

Blandið öllu varlega saman með sleif og bakið í ca. 50 mín við 175° Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að það leki af sleifinni. En heldur ekki þurrt eins og þegar maður hnoðar deigið.

 

SPELTBRAUÐBRAUР— SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave