Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?