Friðrik X Danakonungur og María drottning
Royalistafélagar komu saman og fögnuðu nýkrýndum konungshjónum í kóngsins Kaupmannahöfn. Mikil ánægja er með þau hjónin, glæsileg, frjálsleg og fögur. Sérstaklega var til þess tekið hve tilfinninganæmur hinn nýji konungur er, en hann komst við bæði í giftingu þeirra og á svölum hallarinnar eftir krýninguna. Fundargestir draga stórlega í efa fréttir af hliðarspori hins nýkrýnda konungs enda er Friðrik okkar vandur af virðingu sinni og af góðu dönsku bergi brotinn.
— FRIÐRIK X — MARÍA DROTTNING — MARGRÉT ÞÓRHILDUR — ROYAL — DANMÖRK — DROTTNINGAR — PRINSESSUR — ÁSTRALÍA —
.
Friðrik 10. eða Frederik André Henrik Christian, fæddur í Kaupmannahöfn, 26. maí 1968 er konungur Danmerkur. Hann er frumburður Margrétar 2. Danadrottningar og Hinriks prins. Friðrik tók við krúnunni eftir afsögn móður sinnar þann 14. janúar.
María Danadrottning, fædd Mary Elizabeth Donaldson, 5. febrúar 1972 í Hobart, Tasmaníu, er eiginkona Friðriks 10. Danakonungs. Foreldrar hennar eru John D. Donaldson og Henrietta C. Donaldson.
Friðrik og María giftust við hátíðlega athöfn 14. maí 2004 í Dómkirkjunni í Kaupmannahöfn og 15. október 2005 fæddist frumburð þeirra, prinsinn Kristján.
Nú eru sjö konungar ríkjandi í jafn mörgum Evrópulöndum:
Friðrik Danakonungur
Karl Bretlandskonungur
Haraldur Noregskonungur
Karl Gústaf Svíakonungur
Filippus Belgíukonungur
Felipe Spánarkonungur
Willem-Alexander Hollandskonungur.
— FRIÐRIK X — MARÍA DROTTNING — MARGRÉT ÞÓRHILDUR — ROYAL — DANMÖRK — DROTTNINGAR — PRINSESSUR — ÁSTRALÍA —
.