Dönsku konungshjónin Friðrik X og María

Dönsku konungshjónin Friðrik X og María Veisla til heiðurs nýkrýndu dönsku konungshjónnum Friðrik X konungur konungshjón mary drottning mary prinsessa margrét þórhildur Mary Donaldson friðrik krónprins
Dönsku konungshjónin Friðrik X og María

 Friðrik X Danakonungur og María drottning

Royalistafélagar komu saman og fögnuðu nýkrýndum konungshjónum í kóngsins Kaupmannahöfn. Mikil ánægja er með þau hjónin, glæsileg, frjálsleg og fögur. Sérstaklega var til þess tekið hve tilfinninganæmur hinn nýji konungur er, en hann komst við bæði í giftingu þeirra og á svölum hallarinnar eftir krýninguna. Fundargestir draga stórlega í efa fréttir af hliðarspori hins nýkrýnda konungs enda er Friðrik okkar vandur af virðingu sinni og af góðu dönsku bergi brotinn.

Heimasíða dönsku hirðarinnar.

FRIÐRIK X —  MARÍA DROTTNINGMARGRÉT ÞÓRHILDUR  — ROYAL — DANMÖRK — DROTTNINGAR — PRINSESSUR — ÁSTRALÍA

.

Veisla til heiðurs nýkrýndu dönsku konungshjónnum Friðrik X konungur konungshjón mary drottning mary prinsessa margrét þórhildur Mary Donaldson
Íslenskir royalistar slóu upp veislu til heiðurs nýkrýndum dönskum konungshjónum.

Friðrik 10. eða Frederik André Henrik Christian, fæddur í Kaupmannahöfn, 26. maí 1968 er konungur Danmerkur. Hann er frumburður Margrétar 2. Danadrottningar og Hinriks prins. Friðrik tók við krúnunni eftir afsögn móður sinnar þann 14. janúar.

María Danadrottning, fædd Mary Elizabeth Donaldson, 5. febrúar 1972 í Hobart, Tasmaníu, er eiginkona Friðriks 10. Danakonungs. Foreldrar hennar eru John D. Donaldson og Henrietta C. Donaldson.

Friðrik og María giftust við hátíðlega athöfn 14. maí 2004 í Dómkirkjunni í Kaupmannahöfn og 15. október 2005 fæddist frumburð þeirra, prinsinn Kristján.

 

Nú eru sjö konungar ríkjandi í jafn mörgum Evrópulöndum:

Friðrik Danakonungur
Karl Bretlandskonungur
Haraldur Noregskonungur
Karl Gústaf Svíakonungur
Filippus Belgíukonungur
Felipe Spánarkonungur
Willem-Alexander Hollandskonungur.

Danska konungsfjölskyldan; Ísabella, Kristján, Friðrik, María, Vincent og Jósefína.

 

Íslenskir royalistar slóu upp veislu til heiðurs nýkrýndum dönskum konungshjónum (og skemmtu sér konunglega).

FRIÐRIK X —  MARÍA DROTTNINGMARGRÉT ÞÓRHILDUR  — ROYAL — DANMÖRK — DROTTNINGAR — PRINSESSUR — ÁSTRALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.