Far breton – ein frægasta kaka Bretaníuskagans

Far breton - ein frægasta kaka Bretaníuskagans bretange sveskjur frakkland bretanía kaka í ofni Farz fourn á bretónsku sem þýðir „kaka í ofni“. bretónska far aux pruneaux
Far breton – ein frægasta kaka Bretaníuskagans

Far breton – ein frægasta kaka Bretaníuskagans

Far breton er frægasta kaka Bretaníuskagans í Frakklandi. Það eru til mjög mörg afbrigði af þessari köku og hún heitir í raun Farz fourn á bretónsku sem þýðir „kaka í ofni“. Þekktasta kakan inniheldur sveskjur, en í upprunalegu kökunni voru engar sveskjur.

FRAKKLANDSVESKJURBRETAGNE

.

Far breton – ein frægasta kaka Bretaníuskagans

400 gr sveskjur
4 egg
250 gr hveiti
Salt á hnífsoddi
20 gr sykur
4 dl mjólk

Flórsykur til að skreyta með

Lagið einn bolla af tei og bíðið þar til það er volgt. Látið sveskjurnar liggja í teinu þar til þær hafa tútnað út (u.þ.b. 1 klukkutími). Hellið svo vökvanum af.

Takið steinana úr sveskjunum ef þeir eru.

Pískið saman eggjunum og mjólk.

Setjið hveitið í stóra skál, bætið salti og sykri saman við og hellið svo eggjahrærunni út í. Að lokum er sveskjunum bætt út í og allt hrært vel saman.

Smyrjið 24 sm hringlaga form, hellið deiginu í og bakið í u.þ.b. 1 klst,við 200°C, efsta lagið á að vera brúnleitt. Stráið flórsykri yfir þegar kakan er tilbúin.

FRAKKLANDSVESKJURBRETAGNE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!