Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum
Maður tengir helst þurrkaða ávexti við ávaxtagraut með rjóma eða fyllt lambalæri með þurrkuðum ávöxtum. EN fylltur kjúklingur með þurrkuðum ávöxtum er hreinasta dásemd – toppurinn yfir er að fá karamellukeiminn af púðursykrinum.
— KJÚKLINGUR — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR — KJÖT — BANKABYGG —
.
Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum
2 vænir kjúklingar
1/3 b appelsínusafi
1 b þurrkaðir ávextir
12 hvítlauksrif, söxuð
1 1/2 msk rifið engifer
2 msk oreganó
1 msk timían
1/4 b rauðvínsedik
3 msk ólífuolía
1 1/2 msk sítrónusafi
2 lárviðarlauf
1/3 b hvítvín
salt og svartur pipar
1/3 b púðursykur.
Setjið ávextina í skál með appelsínusafanum og látið standa í um 10 mín.
Bætið þá við hvítlauk, engifer, oreganó, timían, ediki, olíu, sítrónusafa lárviðarlaufi og hvítvíni.
Fyllið kjúklingana með ávaxta/kryddblöndunni.
Látið marinerast í ísskáp í amk 4 klst eða yfir nótt.
Dreifið bankabyggi í botninn á eldföstu móti. Látið kjúklinginn þar ofan á ásamt safanum. Kryddið með salti og pipar. Dreifið púðursykri fyrir.
Eldið við 175°C í amk 75 mín (fer eftir stærð og ofnum).
.
— KJÚKLINGUR — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR — KJÖT — BANKABYGG —
.