Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum shabbat kjúllii heill kjúklingur í ofni þurrkaðir ávextir engifer hvítlaukur bankabygg sætar kartöflur púðursykur karamella
Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

  Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

Maður tengir helst þurrkaða ávexti við ávaxtagraut með rjóma eða fyllt lambalæri með þurrkuðum ávöxtum. EN fylltur kjúklingur með þurrkuðum ávöxtum er hreinasta dásemd – toppurinn yfir er að fá karamellukeiminn af púðursykrinum.

KJÚKLINGURÞURRKAÐIR ÁVEXTIRKJÖT — BANKABYGG

.

Appelsínur, oreganó, timían, lárviðarlauf, þurrkaðir ávextir, hvítlaukur, engifer og sítróna.
Dreifið bankabyggi í botninn á eldföstu móti. Látið kjúklinginn þar ofan á ásamt safanum. Kryddið með salti og pipar

Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

2 vænir kjúklingar
1/3 b appelsínusafi
1 b þurrkaðir ávextir
12 hvítlauksrif, söxuð
1 1/2 msk rifið engifer
2 msk oreganó
1 msk timían
1/4 b rauðvínsedik
3 msk ólífuolía
1 1/2 msk sítrónusafi
2 lárviðarlauf
1/3 b hvítvín
salt og svartur pipar
1/3 b púðursykur.

Setjið ávextina í skál með appelsínusafanum og látið standa í um 10 mín.
Bætið þá við hvítlauk, engifer, oreganó, timían, ediki, olíu, sítrónusafa lárviðarlaufi og hvítvíni.
Fyllið kjúklingana með ávaxta/kryddblöndunni.
Látið marinerast í ísskáp í amk 4 klst eða yfir nótt.

Dreifið bankabyggi í botninn á eldföstu móti. Látið kjúklinginn þar ofan á ásamt safanum. Kryddið með salti og pipar. Dreifið púðursykri fyrir.
Eldið við 175°C í amk 75 mín (fer eftir stærð og ofnum).

.

Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

KJÚKLINGURÞURRKAÐIR ÁVEXTIRKJÖT — BANKABYGG

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla