Hin árlega matarhátíð Food & fun er hafin, hátíðin stækkar ár frá ári og aldrei hafa fleiri veitingastaðir tekið þátt.
Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barcelóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal en rekur nú sinn eigin stað í Sviss.
Kvöldið á Apótekinu var gjörsamlega fullkomið: Samsetningin, bragðið, maturinn, matreiðslan, þjónustan, stemningin og allt annað. Allt upp á TÍU plús. Þarna snæddi ég með Signýju og Svanhvíti og við vorum sammála um að þetta sé besta máltíð sem við höfum fengið hérlendis. TAKK, TAKK, TAKK 🙂 🙂 Drífið ykkur á Apótekið, bókanir fara fram í gegnum Dineout.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.