Apótekið – Food & fun – Allt upp á tíu

Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barselóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal. apótekið food and fun food & fun signý sæmundsdóttir svanhvít valgeirsdóttir
Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barselóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal. Oscar hefur starfað í Sviss í yfir 20 ár og árið 2018 opnaði hann sinn eigin veitingastað, ásamt Nadine Baumgartner, og hlaut bæði Michelin stjörnu og viðurkenningu GaultMillau, eins virtasta matartímariti heims, þar sem hann hlaut eina hæstu einkunn sem tímaritið gefur.

Apótekið – Food & fun – Allt upp á tíu

Hin árlega matarhátíð Food & fun er hafin, hátíðin stækkar ár frá ári og aldrei hafa fleiri veitingastaðir tekið þátt.

Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barcelóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal en rekur nú sinn eigin stað í Sviss.

Kvöldið á Apótekinu var gjörsamlega fullkomið: Samsetningin, bragðið, maturinn, matreiðslan, þjónustan, stemningin og allt annað. Allt upp á TÍU plús. Þarna snæddi ég með Signýju og Svanhvíti og við vorum sammála um að þetta sé besta máltíð sem við höfum fengið hérlendis. TAKK, TAKK, TAKK 🙂 🙂 Drífið ykkur á Apótekið, bók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

–  FOOD & FUNAPÓTEKSPÁNNPORTÚGALSVISSSIGNÝSVANHVÍT

.

Snöggsteikt hörpuskel og kavíar. Kholrabi, chipotle-karamellukrem, súrmjólkur vinaigrette, kaffir-límónuolía
Lúðu crudo. Beurre noisette, shio soba shoyu vinaigrette, mandarínu-kosho
Grillað dádýr. XO tempeh, kaffiolía, uxahala-ponzu, savoy salat, nípu-sinnepscompote
Urriði. Trufflur, möndlukrem, ger beurre blanc, koji-olía, shiro kombu
Grilluð andabringa. XO krem, Pedro Jimenez gljái, íslenskt wasabi, chorizo iberico sósa, skessujurtarolía
Eftirréttur. Gerjuð bláber, pistasíufroða, kardemommuís, galangal-olía

 

Ljúffengir fordrykkir
Signý, Svanhvít og Albert
Food & fun

– FOOD & FUNAPÓTEK -–- SPÁNNPORTÚGALSVISSSIGNÝSVANHVÍT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki