Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barselóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal. Oscar hefur starfað í Sviss í yfir 20 ár og árið 2018 opnaði hann sinn eigin veitingastað, ásamt Nadine Baumgartner, og hlaut bæði Michelin stjörnu og viðurkenningu GaultMillau, eins virtasta matartímariti heims, þar sem hann hlaut eina hæstu einkunn sem tímaritið gefur.
Apótekið – Food & fun – Allt upp á tíu
Hin árlega matarhátíð Food & fun er hafin, hátíðin stækkar ár frá ári og aldrei hafa fleiri veitingastaðir tekið þátt.
Á Apótekinu er Michelin kokkurinn Oscar De Matos. Hann fæddist í Barcelóna og ólst upp á Spáni og í Portúgal en rekur nú sinn eigin stað í Sviss.
Kvöldið á Apótekinu var gjörsamlega fullkomið: Samsetningin, bragðið, maturinn, matreiðslan, þjónustan, stemningin og allt annað. Allt upp á TÍU plús. Þarna snæddi ég með Signýju og Svanhvíti og við vorum sammála um að þetta sé besta máltíð sem við höfum fengið hérlendis. TAKK, TAKK, TAKK 🙂 🙂 Drífið ykkur á Apótekið, bókanir fara fram í gegnum Dineout.
Hrökkkex með fjallagrösum. Þar sem ég átti hvorki möndlumjöl né kínóamjöl setti ég möndlur og kínóa í matvinnsluvél og bjó til. Hrökkkex er upplagt með ostum, sítrónusmjöri, appelsínumermelaði eða rauðrófuhummús.