Skreið – Food & fun – Bacalhau á bras og fleira góðgæti

Skreið - Food & fun food and fun veitingahúsið skreið veitingastaður laugavegur laugavegi Sigurlaug margrét jónasdóttir Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið
Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið

Skreið – Food & fun

Í ferðum mínum til Portúgal hef ég heillast af saltfiskréttum heimamanna. Það gladdi mig því þegar ég sá að Portúgalinn Pedro Pena Bastos væri Food & fun gestakokkur á Skreið á Laugavegi og væri þar með sinn uppáhalds saltfiskrétt, Bacalhau á bras, á seðlinum. Við Sigurlaug Margrét fórum í sparifötin og smökkuðum herlegheitin hjá Pedro.

Á síðasta ári gerðist Pedro yfirkokkur á Four Seasons Ritz í Lissabon og landaði Michelin stjörnu eftir eingöngu 8 mánuði í starfi. Auk þessa hefur Pedro tekið þátt á MasterChef, hann leikur á trommur og þess utan nýtur hann gæðastunda með fjölskyldunni. Pedro er svo sannarlega einn af áhugaverðustu kokkum sinnar kynslóðar.

MJÖÖÖÖg góður matur á Skreið.

Food and fun lýkur á sunnudag og bók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Maturinn myndaður
Lambatartar taco, gerjað hvítkál og bókhveiti. Reyktur áll og carob Coscurão, fennill og kastaníur
Hörpuskel, sætar kartöflur, stökkt grænkál og flóamyntuolía
“Bacalhau á bras”, kartöflur, laukur og eggjarauða
Iberico-grís, hnífskel, villisveppahrísgrjón, vatnakarsi og appelsína
Steiktur ananas frá Azores, brauðís með molasses-sírópi og rabanada
Valhnetukaka, kanill og epli

 

Sigurlaug Margrét og Albert
Food & fun

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíramisú trufflur

Tíramisú trufflur. Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.