Skreið – Food & fun – Bacalhau á bras og fleira góðgæti

Skreið - Food & fun food and fun veitingahúsið skreið veitingastaður laugavegur laugavegi Sigurlaug margrét jónasdóttir Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið
Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið

Skreið – Food & fun

Í ferðum mínum til Portúgal hef ég heillast af saltfiskréttum heimamanna. Það gladdi mig því þegar ég sá að Portúgalinn Pedro Pena Bastos væri Food & fun gestakokkur á Skreið á Laugavegi og væri þar með sinn uppáhalds saltfiskrétt, Bacalhau á bras, á seðlinum. Við Sigurlaug Margrét fórum í sparifötin og smökkuðum herlegheitin hjá Pedro.

Á síðasta ári gerðist Pedro yfirkokkur á Four Seasons Ritz í Lissabon og landaði Michelin stjörnu eftir eingöngu 8 mánuði í starfi. Auk þessa hefur Pedro tekið þátt á MasterChef, hann leikur á trommur og þess utan nýtur hann gæðastunda með fjölskyldunni. Pedro er svo sannarlega einn af áhugaverðustu kokkum sinnar kynslóðar.

MJÖÖÖÖg góður matur á Skreið.

Food and fun lýkur á sunnudag og bók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Maturinn myndaður
Lambatartar taco, gerjað hvítkál og bókhveiti. Reyktur áll og carob Coscurão, fennill og kastaníur
Hörpuskel, sætar kartöflur, stökkt grænkál og flóamyntuolía
“Bacalhau á bras”, kartöflur, laukur og eggjarauða
Iberico-grís, hnífskel, villisveppahrísgrjón, vatnakarsi og appelsína
Steiktur ananas frá Azores, brauðís með molasses-sírópi og rabanada
Valhnetukaka, kanill og epli

 

Sigurlaug Margrét og Albert
Food & fun

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerlaust brauð með fjallagrösum

Gerlaust brauð með fjallagrösum. Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.

Appelsínublúndur

AppelsínublúndurAppelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016. Það er víða metnaður meðal kaupmanna í miðbænum þegar kemur að jólaútstillingum í búðagluggum. Áður en haldið er inn í búðir er gaman að velta fyrir sér gluggaútstillingum.

Með aðstoð fjölmenns hóps voru valdir fimm fallegustu jólagluggarnir í miðborg Reykjavíkur. Fyrst fékk hópurinn myndir af fjórtán gluggum og hver og einn var beðinn að velja fjóra fegurstu. Stigin voru svo talin saman og hér er niðurstaðan: