Gilsárfoss í Fáskrúðsfirði
Á mínum æskuslóðum á Fáskrúðsfirði rennur Gilsá úr Gilsárdal við norðanverðan fjörðinn. Þar er hinn ægifagri Gilsárfoss sem auðvelt er að ganga upp að. Gilsá er tæplega 5 km utan við þorpið, farið er austuryfir ána og hægt að leggja bílum á stæði þar á vinstri hönd. Þaðan er þægileg fimmtán mínútna ganga upp að Gilsárfossi. Hægt er að fara á bak við fossinn en fara þarf varlega. Utan við Gilsárfoss er hvammur sem heitir Smyrlagil. Innan við fossinn eru Hellismýrar og upp af þeim Kappeyrarmúli og túnin fyrir utan fossinn kallast Mýrar, upp af þeim er Örnólfsfjall.
Hinum flinka og ofurmúsíkalska Óskari Einarssyni píanóleikara, organista og kórstjóra er margt til lista lagt, en hann tók þessar tilkomumiklu myndir við Gilsána og ég fékk heimþrá. Takk Óskar!
— GILSÁ — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — ÖRNEFNI — ÍSLAND —
.
— GILSÁ — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — ÖRNEFNI — ÍSLAND —
.