Bláberjafrómasterta

Bláberjafrómasterta barbara gunnlaugsson einar gunnlaugsson bláber frómas svampbotn ísafjörður terta eftirréttur pólland pólskur matur bláberjafrómas
Bláberjafrómastertan dásamlega, með ferskum bláberjum – hún bráðnar í munni.

Bláberjafrómasterta

„Þú bara verður að fá hana Barböru til að útbúa fyrir þig Bláberjafrómastertuna, hún er alveg himnesk”. Þetta hef ég heyrt lengi á Ísafirði. Loksins þegar ég hafði mig upp í að biðja hana um uppskrift, var Barbara heldur betur til í það og ekki nóg með það, hún skellti bara í hana sisvona, með bláberjum sem hún var nýbúin að tína. Tertan er æði! Þetta er ekkert oflof, tertan er einstaklega góð. Það þarf varla að taka fram að æskilegt er að bláberin séu vestfirsk – þannig verður tertan auðvitað enn betri 🙂

Barbara bætti um betur og bakaði svokallaða Metraköku sem hún bakar oft fyrir fjölskylduna. Hún er alveg geggjuð líka og er kölluð Metrakaka af því að hún er eins metra löng og klárast samt alltaf í fjölskylduboðum. Barbara skar reyndar einn þriðja af henni, svo að hún næði ekki yfir allt borðið.

Á æskuheimili Barböru í Póllandi var þessi terta oft á borðum. „Ég er svo mikil tertukelling” segir Barbara hlæjandi.

BLÁBERJATERTURFRÓMASBLÁBERPÓLLANDÍSAFJÖRÐURTERTUR

.

Hjónin Einar Gunnlaugsson og Barbara Gunnlaugsson með Bláberjafrómastertu og Metratertu fyrir framan sig

Bláberjafrómasterta

Svampbotn
2 egg
70 g sykur
50 g hveiti
20 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft.

Hitið ofninn í 165°C (án blásturs)
Smyrjið botninn á kökuformi með smjöri og klæðið með bökunarpappír.
Skilið hvíturnar frá eggjarauðunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri út í skeið fyrir skeið þar til sykurinn leysist alveg upp. Bætið eggjarauðunum út í og hrærið varlega.
Að lokum sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft út í blönduna hrærið varlega saman með sleif.
Setjið deigið í 24 cm bökunarform og sléttið úr því. Bakið við 165°C í um 20-25 mínútur. Takið kökuna úr ofninum og sleppið henni úr 20 cm hæð á gólfið eða borðplötuna. Þetta er gert til að þess að svambotninn fellur aðeins saman.
Látið kólna í forminu. Bökunarpappír síðan tekinn af.

Bláberjafrómas
2 pakkar af hindberja eða jarðarberja hlaupi (sjá mynd neðar)
600 ml vatn
600 ml rjómi
2 msk. flórsykur
200 g ferskir ávextir t.d bláber, hindber eða jarðarber.

Setjið vatnið í pott og sjóðið. Slökkvið undir og setjið 2 pakka af hlaupinu í pottinn. Hrærið þangað til allt leysist upp. Kælið vel.
Þeytið rjómann með flórsykri. Blandið hlaupinu við (hlaupið á að byrja þykkna áður því er blandað við rjómann) siðan bætið bláberjum út í.

Bláberjafrómastertan
Hellið bláberjafrómasinu á kaldan svampbotn og dreifið jafnt og þétt yfir.
Kælið kökuna í það minnsta í um 2 klst.
Skreytið með þeyttum rjóma ávöxtum og mintu.

Til skreytingar:
Rjómi, bláber, hindber, fersk mynta.

Verði ykkur að góðu😊

Bláberjafrómasterta
Einar, Barbara og Albert
Jarðarberjahlaup, þetta hlaup fæst í flestum „pólskum búðum”
Barbara sker Metratertuna
Metraterta

Tort ptasie mleczko

Biszkopt:
2 jajka
70 g cukru
50 g mąki pszennej
20 g mąki ziemniaczanej
1 łyżeczka proszku do pieczenia

Rozgrzej piekarnik do 165°C (bez termoobiegu).
Posmaruj spód tortownicy masłem i wyłóż papierem do pieczenia.
Oddziel białka od żółtek. Ubij białka na sztywno, dodając cukier łyżka po łyżce, aż cukier całkowicie się rozpuści. Delikatnie wymieszaj z żółtkami.
Na koniec przesiej mąkę pszenną, mąkę ziemniaczaną i proszek do pieczenia do mieszanki i delikatnie wymieszaj łyżką.
Przełóż ciasto do formy o średnicy 24 cm i wyrównaj powierzchnię. Piecz w 165°C przez około 20-25 minut. Wyjmij ciasto z piekarnika i upuść je z wysokości 20 cm na podłogę lub blat. To pozwoli biszkoptowi lekko opaść.
Pozostaw do ostygnięcia w formie. Następnie zdejmij papier do pieczenia.

Mus z jagód:
2 opakowania galaretki malinowej lub truskawkowej (zobacz zdjęcie na dole)
600 ml wody
600 ml śmietanki kremówki
2 łyżki cukru pudru
200 g świeżych owoców, np. jagody, maliny lub truskawki

Zagotuj wodę w garnku. Wyłącz ogień i wsyp 2 opakowania galaretki do garnka. Mieszaj, aż wszystko się rozpuści. Dokładnie schłódź.
Ubij śmietankę z cukrem pudrem. Wymieszaj z galaretką (galaretka powinna zacząć tężeć przed dodaniem do śmietany), a następnie dodaj jagody.

Tort ptasie mleczko:

Wylej mus jagodowy na schłodzony biszkopt i równomiernie rozprowadź.
Schładzaj tort co najmniej 2 godziny.
Udekoruj bitą śmietaną, owocami i miętą.

Do dekoracji:
Śmietanka, jagody, maliny, świeża mięta

Smacznego 😊

BLÁBERJATERTURFRÓMASBLÁBERPÓLLANDÍSAFJÖRÐURTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.