Indo – Italian í Listhúsinu í Laugardal

Indo - Italian í Laugardalnum restaurant in reykjavík Indo - Italian restaurant ítalía indland ítalskur matur indverskur matur best restaurants in reykjavik iceland food
Indo – Italian restaurant er í Listhúsinu í Laugardal

Indo – Italian í Listhúsinu í Laugardal

Við stóðum á blístri eftir að hafa borðað á Indo – Indian í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík. Staðurinn kemur verulega á óvart, hvílíkur matur, fallega fram borinn, ljúffengur og vel útilátinn. Hér er lögð alúð í hvert smáatriði.

Hjónin Shijo Mathew og Helen Rose eiga Indo-Italian, þau eru bæði frá Kerala á Indlandi. Shijo og Helen hafa búið á Íslandi í 13 ár, tala ótrúlega góða íslensku og tóku á móti okkur brosandi út að eyrum eins og Kerala fólks er háttur. Shijo hefur unnið sem kokkur í yfir 20 ár og er jafnvígur á indverska og ítalska matargerð.

Matseðillinn samanstendur sem sagt af indverskum mat annarsvegar og ítölskum hins vegar, allt gott og gerir það að verkum að staðurinn er fjölskylduvænn, eitthvað við allra hæfi.

Í hádeginu (frá 11-14) er hlaðborð og seinnipartinn og fram á kvöld er hægt að panta af matseðli.

Allt til fyrirmyndar á Indo – Italian 🙂

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLANDINDLANDÍTALÍAÓLÖF KOLBRÚN

.

Indo – Italian restaurant

 

Focaccia með prosciutto. Kryddað focacciabrauð með pestói, parmesan, sætum sólþurrkuðum tómötum, ólívuolíu og prosciutto skinku.
Tikka Masala kjúklingur. Kjúklingur marineraður í jógúrt, sítrus og kryddum, eldaður í kasjúhnetu-tómatsósu
Pitsa, þessi bar svolítinn keim af báðum menningarheimum, bragðsterk og góð. Súrdeigsbotninn unninn frá grunni á staðnum, stökkur og æðislegur.
Lamb með rósmarín og hvítlauk. Meyrt grillað lambakjöt í rósmarín og hvítlauk, með steiktu grænmeti, trufflukartöflu og Salsa Verde.

 

Ólöf Kolbrún, Albert (nýkominn úr klippingu) og Bergþór á Indo-Italian

Grillaður paneer tikka. Paneerostur marineraður í kryddaðri jógúrt með mintusósu

Hunangs- og balsamikkjúklingur. Grillaður kjúklingur með steiktu grænmeti, trufflukartöflu og villisveppasósu.
Samosa Chaat – Indverskur forréttur með grænmeti, kjúklingabaunum og tamarind-sósu
Tiramisu og rjómaís
Sæti fyrir 60 manns eru á Indo-Italian
Indo-Italian Restaurant

We were amazed after dining at Indo – Indian in Listhúsið in Laugardalur, Reykjavík. The place is truly surprising – such incredible food, beautifully presented, delicious, and generously portioned. Every little detail is given great attention here.
The menu consists of both Indian and Italian dishes, all of which are excellent, making the restaurant family-friendly with something for everyone.
During lunchtime (from 11 am to 2 pm), there’s a buffet, and later in the afternoon and into the evening, you can order from the menu.
Everything at Indo–Italian is simply exemplary 🙂

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLANDINDLANDÍTALÍAÓLÖF KOLBRÚN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Enskar scones/skonsur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Enskar scones/skonsur. Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika