Ráðagerði á Seltjarnarnesi
Við heimsóttum veitingastaðinn Ráðagerði í rjómablíðu og það magnaði upplifunina, en þó er staðurinn svo fallega staðsettur (rétt hjá Gróttuvita) og hlýlegur að það er örugglega líka gaman að koma þangað í vitlausu veðri. Ég hugsa að nauðsynlegt sé að panta borð, a.m.k. var staðurinn troðfullur af gestum.
Það er líka gaman að koma á stað sem ber íslenskt nafn. Erlend nöfn eru alltaf dálítið heimóttarleg, eins og sé verið að leyna því að við séum á Íslandi. Hey, ferðamenn vilja upplifa það að vera á Íslandi! Þarna stóð bóndabærinn Ráðagerði í gamla daga og á veggjum eru myndir af fyrri ábúendum, notaleg tenging við fortíðina. Staðurinn er elegant og heimilislegur í senn. Hvað sem því líður, eru réttirnir sem boðið er upp á, innblásnir af ítalskri matargerð. Og algjört lostæti.
Brot af því besta fyrir borðið er áhugavert. Þá treysta gestir eldhúsinu algjörlega fyrir því sem borið er á borð. Fínasta hugmynd sem fleiri veitinga- og kaffihús mættu taka upp.
Þarna má t.d. sjá forrétti, svo sem bruschettur og salöt, smárétti t.d. heitar ólífur, nauta carpaccio, geitaostadýfu, mascarpone kjötbollur o.m.fl.), pitsur og aðrir aðalrétti eins og parma kjúkling, lasagna og eftirrétti eins og t.d. affogato (vanilluís sem „kafnar“ í espresso), Tiramisu og limoncello terta.
Við byrjuðum á ljúffengum forréttum, hvítlauksrækjum, burrata og arancini (sveppa risotto kúlur), og þar með var boltinn gefinn, það var veisla framundan!
— SELTJARNARNES — VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLAND —
.
We visited the restaurant Ráðagerði on a beautifully sunny day, which enhanced the experience, but the place is so charmingly located (right by the Grótta lighthouse) and cozy that it would undoubtedly be enjoyable even in bad weather. I think it’s necessary to book a table, as the restaurant was absolutely packed with guests.
The “best of the menu” option is an interesting concept, where guests completely trust the kitchen to choose what is served. It’s a fantastic idea that more restaurants and cafés should adopt.
— SELTJARNARNES — VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLAND —
.