Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

dillkrem fyrir gúrkusamlokur dill krem royal samlokur
gúrkusamlokur

Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

Stundum set ég smjör á aðra brauðsneiðina og mæjónes á hina og svo gúrkur á milli. En segja má að þetta sé spariútgáfan af gúrkusamlokum. Sparið ekki dillið, það gefur extra gott bragð.

SAMLOKURGÚRKURDILL

.

Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

Þeytið saman 1 litla dós af rjómaosti og 1 msk majónes.
Blandið út í 1 msk fersku dilli, 2 msk graslauk, 2 msk blaðlauk, 2 tsk sítrónusafa, jafnvel einu pressuðu hvítlauksrifi, 1 tsk grænmetiskrafti, smá salti og sítrónupipar. Smakkið smám saman til.

Skerið utan af gúrkunni og skerið þunnar skífur.
Smyrjið hvítt brauð með rjómaostblöndunni, leggið gúrkuskífurnar á, u.þ.b. 9 stk á hverja sneið, leggið saman.
Skerið skorpuna af og skerið sneiðina í 4 þríhyrninga eða ferhyrninga.

SAMLOKURGÚRKURDILL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.

Bláberjasulta

Bláberjasulta. Hver elskar ekki pönnukökur með bláberjasultu og rjóma. Það er algjör óþarfi að setja hleypi í bláberjasultu. Með því að tína með óþroskuð ber (samt ekki of mikið af þeim) og sjóða með hleypur sultan betur. Svo má alltaf krydda lítið eitt, t.d. með kanil, vanillu, negul, chili eða engifer. Vatnið í uppskriftinni er til þess að berin brenni ekki við í upphafi