Indo – Italian í Listhúsinu í Laugardal

Indo - Italian í Laugardalnum restaurant in reykjavík Indo - Italian restaurant ítalía indland ítalskur matur indverskur matur best restaurants in reykjavik iceland food
Indo – Italian restaurant er í Listhúsinu í Laugardal

Indo – Italian í Listhúsinu í Laugardal

Við stóðum á blístri eftir að hafa borðað á Indo – Indian í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík. Staðurinn kemur verulega á óvart, hvílíkur matur, fallega fram borinn, ljúffengur og vel útilátinn. Hér er lögð alúð í hvert smáatriði.

Hjónin Shijo Mathew og Helen Rose eiga Indo-Italian, þau eru bæði frá Kerala á Indlandi. Shijo og Helen hafa búið á Íslandi í 13 ár, tala ótrúlega góða íslensku og tóku á móti okkur brosandi út að eyrum eins og Kerala fólks er háttur. Shijo hefur unnið sem kokkur í yfir 20 ár og er jafnvígur á indverska og ítalska matargerð.

Matseðillinn samanstendur sem sagt af indverskum mat annarsvegar og ítölskum hins vegar, allt gott og gerir það að verkum að staðurinn er fjölskylduvænn, eitthvað við allra hæfi.

Í hádeginu (frá 11-14) er hlaðborð og seinnipartinn og fram á kvöld er hægt að panta af matseðli.

Allt til fyrirmyndar á Indo – Italian 🙂

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLANDINDLANDÍTALÍAÓLÖF KOLBRÚN

.

Indo – Italian restaurant

 

Focaccia með prosciutto. Kryddað focacciabrauð með pestói, parmesan, sætum sólþurrkuðum tómötum, ólívuolíu og prosciutto skinku.
Tikka Masala kjúklingur. Kjúklingur marineraður í jógúrt, sítrus og kryddum, eldaður í kasjúhnetu-tómatsósu
Pitsa, þessi bar svolítinn keim af báðum menningarheimum, bragðsterk og góð. Súrdeigsbotninn unninn frá grunni á staðnum, stökkur og æðislegur.
Lamb með rósmarín og hvítlauk. Meyrt grillað lambakjöt í rósmarín og hvítlauk, með steiktu grænmeti, trufflukartöflu og Salsa Verde.

 

Ólöf Kolbrún, Albert (nýkominn úr klippingu) og Bergþór á Indo-Italian

Grillaður paneer tikka. Paneerostur marineraður í kryddaðri jógúrt með mintusósu

Hunangs- og balsamikkjúklingur. Grillaður kjúklingur með steiktu grænmeti, trufflukartöflu og villisveppasósu.
Samosa Chaat – Indverskur forréttur með grænmeti, kjúklingabaunum og tamarind-sósu
Tiramisu og rjómaís
Sæti fyrir 60 manns eru á Indo-Italian
Indo-Italian Restaurant

We were amazed after dining at Indo – Indian in Listhúsið in Laugardalur, Reykjavík. The place is truly surprising – such incredible food, beautifully presented, delicious, and generously portioned. Every little detail is given great attention here.
The menu consists of both Indian and Italian dishes, all of which are excellent, making the restaurant family-friendly with something for everyone.
During lunchtime (from 11 am to 2 pm), there’s a buffet, and later in the afternoon and into the evening, you can order from the menu.
Everything at Indo–Italian is simply exemplary 🙂

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLANDINDLANDÍTALÍAÓLÖF KOLBRÚN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.