Indo – Italian í Listhúsinu í Laugardal
Við stóðum á blístri eftir að hafa borðað á Indo – Indian í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík. Staðurinn kemur verulega á óvart, hvílíkur matur, fallega fram borinn, ljúffengur og vel útilátinn. Hér er lögð alúð í hvert smáatriði.
Hjónin Shijo Mathew og Helen Rose eiga Indo-Italian, þau eru bæði frá Kerala á Indlandi. Shijo og Helen hafa búið á Íslandi í 13 ár, tala ótrúlega góða íslensku og tóku á móti okkur brosandi út að eyrum eins og Kerala fólks er háttur. Shijo hefur unnið sem kokkur í yfir 20 ár og er jafnvígur á indverska og ítalska matargerð.
Matseðillinn samanstendur sem sagt af indverskum mat annarsvegar og ítölskum hins vegar, allt gott og gerir það að verkum að staðurinn er fjölskylduvænn, eitthvað við allra hæfi.
Í hádeginu (frá 11-14) er hlaðborð og seinnipartinn og fram á kvöld er hægt að panta af matseðli.
Allt til fyrirmyndar á Indo – Italian 🙂
— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLAND — INDLAND — ÍTALÍA — ÓLÖF KOLBRÚN —
.
Grillaður paneer tikka. Paneerostur marineraður í kryddaðri jógúrt með mintusósu
We were amazed after dining at Indo – Indian in Listhúsið in Laugardalur, Reykjavík. The place is truly surprising – such incredible food, beautifully presented, delicious, and generously portioned. Every little detail is given great attention here.
The menu consists of both Indian and Italian dishes, all of which are excellent, making the restaurant family-friendly with something for everyone.
During lunchtime (from 11 am to 2 pm), there’s a buffet, and later in the afternoon and into the evening, you can order from the menu.
Everything at Indo–Italian is simply exemplary 🙂
— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — ÍSLAND — INDLAND — ÍTALÍA — ÓLÖF KOLBRÚN —
.