Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

dillkrem fyrir gúrkusamlokur dill krem royal samlokur
gúrkusamlokur

Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

Stundum set ég smjör á aðra brauðsneiðina og mæjónes á hina og svo gúrkur á milli. En segja má að þetta sé spariútgáfan af gúrkusamlokum. Sparið ekki dillið, það gefur extra gott bragð.

SAMLOKURGÚRKURDILL

.

Dillkrem fyrir gúrkusamlokur

Þeytið saman 1 litla dós af rjómaosti og 1 msk majónes.
Blandið út í 1 msk fersku dilli, 2 msk graslauk, 2 msk blaðlauk, 2 tsk sítrónusafa, jafnvel einu pressuðu hvítlauksrifi, 1 tsk grænmetiskrafti, smá salti og sítrónupipar. Smakkið smám saman til.

Skerið utan af gúrkunni og skerið þunnar skífur.
Smyrjið hvítt brauð með rjómaostblöndunni, leggið gúrkuskífurnar á, u.þ.b. 9 stk á hverja sneið, leggið saman.
Skerið skorpuna af og skerið sneiðina í 4 þríhyrninga eða ferhyrninga.

SAMLOKURGÚRKURDILL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.