Dillkrem fyrir gúrkusamlokur
Stundum set ég smjör á aðra brauðsneiðina og mæjónes á hina og svo gúrkur á milli. En segja má að þetta sé spariútgáfan af gúrkusamlokum. Sparið ekki dillið, það gefur extra gott bragð.
.
Dillkrem fyrir gúrkusamlokur
Þeytið saman 1 litla dós af rjómaosti og 1 msk majónes.
Blandið út í 1 msk fersku dilli, 2 msk graslauk, 2 msk blaðlauk, 2 tsk sítrónusafa, jafnvel einu pressuðu hvítlauksrifi, 1 tsk grænmetiskrafti, smá salti og sítrónupipar. Smakkið smám saman til.
Skerið utan af gúrkunni og skerið þunnar skífur.
Smyrjið hvítt brauð með rjómaostblöndunni, leggið gúrkuskífurnar á, u.þ.b. 9 stk á hverja sneið, leggið saman.
Skerið skorpuna af og skerið sneiðina í 4 þríhyrninga eða ferhyrninga.
.