Ítalskar sítrónubiscotti

Ítalskar sítrónubiscotti biscotti ítalía ítalskur matur kaffimeðlæti sítróna sítrónur stökkt kaffimeðlæti
Ítalskar sítrónubiscotti

Ítalskar sítrónubiscotti

Er eitthvað dásamlegra en stökkar sítrónu biscotti dýft í kaffi? Stórfínar kökur sem eiga alltaf vel við, allt árið.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETURENGLISH

.

Tvær lengjur á leið í ofninn

Ítalskar sítrónubiscotti

60 g mjúkt smjör
3/4 b sykur
1 tsk vanilla
2 stór egg
2 msk sítrónusafi
1 3/4 b hveiti
1/2 tsk salt
3/4 tsk lyftiduft
börkur af 1-2 sítrónum
1/2 b þurrristaðar heslihnetur
1/2 b þurrristaðar möndlur.

Þeytið saman smjör og sykur, bætið við eggjum og vanillu og loks sítrónusafa.
Blandið saman í skál hveiti, salti, lyftidufti, sítrónuberki, hnetum og möndlum. Bætið því við eggjahræruna.
Mótið tvær lengjur.
Bakið við 130°C í 30-35 mín.

Takið úr ofninum og látið standa í um 25-30 mín.
Skerið í sneiðar og leggið þær á bökunarpappírklædda plötu og bakið í um 10 mín á hvorri hlið á 130°C eða þangað til þær eru farnar að taka lit.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.