Dans le Noir? – kolsvartur veitingastaður í London

Dans le Noir? - kolsvartur veitingastaður í London restaurant blind england borðað í myrkri dark blindfold
Dans le Noir? – kolsvartur veitingastaður í London

Dans le Noir? – kolsvartur veitingastaður í London

Í London fórum við á veitingastaðinn Dans le Noir? Þar inni er kolniða myrkur og gestir fá ekki að vita fyrirfram hvað er í matinn. Það breytir allmiklu að sjá ekki matinn og okkur gekk frekar illa að finna út hvað var á diskunum, og þó. Til að skemma ekki upplifun ykkar ætla ég ekki að skrifa hvað við fengum – við fengum að sjá myndir af matnum í lokin. En ég mæli algjörlega með þessum stað, ekki síst til að fá innsýn í þær hindranir sem blindir eiga við að stríða og vonandi meiri samkennd.

LONDONVEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

Þjónninn okkar var blindur og stóð sem með mikilli prýði. Við sátum við hliðina á ungu ensku pari. Það er ekki bara hressandi að sjá ekki matinn, það er líka áhugavert að sjá ekki sessunauta sína, við fengum að giska á aldur, háralit o.s.frv. – en það fór vel á með okkur og mikið hlegið.

Dans le Noir? veitingastaðirnir eru í nokkrum borgum svo sem París, Luxemborg, Genf, Lissabon, Melbourne, Barcelona og Nantes.

LONDONVEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

Dans le Noir? – A pitch-dark restaurant in London

In London, we went to the restaurant Dans le Noir? Inside, it’s pitch dark, and guests aren’t told in advance what they’ll be served. Not being able to see the food makes quite a difference, and we had a hard time figuring out what was on our plates, although not completely. To avoid spoiling the experience for you, I won’t reveal what we had – we got to see pictures of the food at the end. I absolutely recommend this place, not least to gain insight into the challenges that blind people face and hopefully to develop more empathy.

Our waiter was blind and did a fantastic job. We sat next to a young English couple. It’s not just refreshing not to see the food; it’s also interesting not to see your dining companions. We had to guess their age, hair color, etc. – but we got along well and laughed a lot.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.