Madeira með Play

madeira play air flugfélagið play air portúgal
Madeira

Madeira með Play

Madeira er portúgölsk eyja staðsett í Atlantshafi, suðvestur af Portúgal og aðeins um 600 km frá strönd Afríku. Eyjan er hluti af Madeira-eyjaklasanum sem inniheldur Madeira, Porto Santo og óbyggðu eyjarnar Desertas og Selvagens. Á Madeira er einstakt landslag, milt loftslag og ótrúlega náttúrufegurð. Gaman að segja frá því að Flugfélagið Play flýgur beint til Madeira.

PORTÚGALMADEIRAPLAY

.

„Eitt það flottasta við eyjuna er Monte Palace Tropical Garden. Þá er farið með kláf beint úr miðbænum upp í fjallhlíð og í þennan stórfenglega garð.”
Madeira
Miðborgin iðar af lífi

Á Madeira búa um 250.000 manns. Höfuðborgin Funchal er langfjölmennasta borgin, með um 100þús manns, og miðstöð stjórnsýslu, menningar og verslunar. Stærstur hluti íbúa eyjunnar býr á suðurströndinni þar sem veður er mildara.

Madeira er eldfjallaeyja, þar er hrikalegt fjallalandslag með djúpum gljúfrum og grænum dölum

Náttúra og landslag

Madeira er eldfjallaeyja, þar er hrikalegt fjallalandslag með djúpum gljúfrum og grænum dölum. Meðal helstu náttúrufyrirbrigða er Laurisilva regnskógurinn, sem er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Það er gróðurheimur sem þrífst í hitabeltisraka. Eyjan er líka þekkt fyrir levadas, sem eru fornar vatnsrásir byggðar til að leiða vatn frá fjöllunum niður í byggðirnar. Þessar rásir mynda víðfeðmt göngustígakerfi sem er afar vinsælt hjá útivistarfólki.

Menning og hátíðir

Jól og áramótin eru stórar hátíðir á eyjunni, sérstaklega áramótin, þar sem Funchal er þekkt fyrir flugeldasýningar sem draga að ferðamenn víða að. Á hverju ári fer fram blómaskreytingahátíðin (Festa da Flor) sem fagnar komu vorsins með skrúðgöngum, listaverkum úr blómum og líflegum viðburðum.

Madeira

Madeira-vín

Madeira er frægt fyrir sitt Madeira vín, sem er sterkt vín með mikið geymsluþol og einstaklega fjölbreytt bragð. Vinið er framleitt í fjórum aðalafbrigðum: Sercial, Verdelho, Bual og Malvasia, sem hvert hefur sín sérkenni, frá þurru yfir í sætt bragð.

Funchal er höfuðborg eyjunnar og þar er bæði líflegur miðbær og fallegt hafnarsvæði

Funchal og aðrar borgir

Funchal er höfuðborg eyjunnar og þar er bæði líflegur miðbær og fallegt hafnarsvæði. Þar má finna sögufrægar byggingar, söfn og fjölmarga veitingastaði. Aðrir bæir, eins og Santana með sín einstöku þríhyrndu hús og Machico, sem fyrst byggðist á Madeira, bjóða einnig upp á einstaka upplifun.

Madeira er sannkölluð paradís fyrir þá sem elska náttúru, menningu og góðan mat.

Madeira
Madeira. Myndir Birgir Olgeirsson

PORTÚGALMADEIRAPLAY

.

Madeira. Færslan er unnin í samvinnu við fluglélagið Play.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.