Madeira með Play
Madeira er portúgölsk eyja staðsett í Atlantshafi, suðvestur af Portúgal og aðeins um 600 km frá strönd Afríku. Eyjan er hluti af Madeira-eyjaklasanum sem inniheldur Madeira, Porto Santo og óbyggðu eyjarnar Desertas og Selvagens. Á Madeira er einstakt landslag, milt loftslag og ótrúlega náttúrufegurð. Gaman að segja frá því að Flugfélagið Play flýgur beint til Madeira.
.
Á Madeira búa um 250.000 manns. Höfuðborgin Funchal er langfjölmennasta borgin, með um 100þús manns, og miðstöð stjórnsýslu, menningar og verslunar. Stærstur hluti íbúa eyjunnar býr á suðurströndinni þar sem veður er mildara.
Náttúra og landslag
Madeira er eldfjallaeyja, þar er hrikalegt fjallalandslag með djúpum gljúfrum og grænum dölum. Meðal helstu náttúrufyrirbrigða er Laurisilva regnskógurinn, sem er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Það er gróðurheimur sem þrífst í hitabeltisraka. Eyjan er líka þekkt fyrir levadas, sem eru fornar vatnsrásir byggðar til að leiða vatn frá fjöllunum niður í byggðirnar. Þessar rásir mynda víðfeðmt göngustígakerfi sem er afar vinsælt hjá útivistarfólki.
Menning og hátíðir
Jól og áramótin eru stórar hátíðir á eyjunni, sérstaklega áramótin, þar sem Funchal er þekkt fyrir flugeldasýningar sem draga að ferðamenn víða að. Á hverju ári fer fram blómaskreytingahátíðin (Festa da Flor) sem fagnar komu vorsins með skrúðgöngum, listaverkum úr blómum og líflegum viðburðum.
Madeira-vín
Madeira er frægt fyrir sitt Madeira vín, sem er sterkt vín með mikið geymsluþol og einstaklega fjölbreytt bragð. Vinið er framleitt í fjórum aðalafbrigðum: Sercial, Verdelho, Bual og Malvasia, sem hvert hefur sín sérkenni, frá þurru yfir í sætt bragð.
Funchal og aðrar borgir
Funchal er höfuðborg eyjunnar og þar er bæði líflegur miðbær og fallegt hafnarsvæði. Þar má finna sögufrægar byggingar, söfn og fjölmarga veitingastaði. Aðrir bæir, eins og Santana með sín einstöku þríhyrndu hús og Machico, sem fyrst byggðist á Madeira, bjóða einnig upp á einstaka upplifun.
Madeira er sannkölluð paradís fyrir þá sem elska náttúru, menningu og góðan mat.
.