Rótary – jólalög

Rótary – jólalög

Snæfinnur snjókarl

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
gekk í gömlum skóm og með grófum róm
gat hann talað rétt og hratt.

„Snæfinnur snjókarl:
Bara sniðugt ævintýr,“
segja margir menn en við munum enn
hve hann mildur var og hlýr.

En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hans.
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.

Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við
og í leik sér brá, æði léttur þá,
uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
sneri kolli himins til
og hann sagði‘ um leið: Nú er sólin heið
og ég soðna hér um bil.

Svo hljóp hann einn, var ekki seinn
og alveg niður á torg.
Og með sæg af börnum söng hann lög,
bæði í sveit og höfuðborg.

Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein nú sólin hrein
og hún var að bræða hann.

(Erl. lag / Hinrik Bjarnason)

🎄🎄 🎄🎄

Skreytum hús

Skreytum hús með greinum grænum,
fa la lalla la, la lalla la.
Gleði ríkja skal í bænum,
fa la lalla la, la lalla la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
falla la lalla la, la la la,
tendrum ljós í hverju hjarta,
fa la lalla la, la lalla la.

Ungir, gamlir, allir syngja,
fa la lalla la, la lalla la,
engar sorgir hugann þyngja,
fa la lalla la, la lalla la.

Jólabjöllur blíðar kalla,
falla la lalla la, la la la,
boða frið um veröld alla,
fa la lalla la, la lalla la.

(Lag frá Wales/Elsa Guðjónsson

🔔  🔔  🔔

Jólin alls staðar

Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.

Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.

(Jón Sigurðsson/Jóhanna G. Erlingsson)

🎄🎄 🎄🎄

Jólasveinninn minn

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
með poka af gjöfum og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman þegar hann kemur,
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn, káti kallinn minn
kemur með jólin með sér.

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
ofan af fjöllum, með ærslum og köllum
hann labbar um holtin köld.
Hann er svo góður og blíður við börnin
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í jólakettinum,
allir fá nýja flík.

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
af því að litla jólabarnið
á afmæli í kvöld.
Ró í hjarta, frið og fögnuð
flestir öðlast þá.
Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn,
kætast þá börnin smá.

(Erl. lag/Ómar Ragnarsson)

🔔  🔔  🔔

Ég sá mömmu

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Já, sá hefði hlegið með

hann faðir minn, hefði hann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.

(Erl. lag/Hinrik Bjarnason)

🎄🎄 🎄🎄

Ó Grýla

Grýla heitir grettin mær,
Í gömlum helli býr,
hún unir sér í sveitinni
við sínar ær og kýr.
Hún þekkir ekki glaum og glys
né götulífsins spé
og næstum eins og nunna er,
þótt níuhundruð ára sé.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
í gamla hellinum.

Hún Grýla er mikill mathákur
og myndi undra þig.
Með malarskóflu mokar alltaf
matnum upp í sig.
Og ef hún greiðir á sér hárið,
er það mesta basl,
því það er reitt og rifið
eins og ryðgað víradrasl.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
í gamla hellinum.

Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða
ei linnir kífinu,
þótt hann Grýlu elski alveg
út úr lífinu.
Hann eltir hana eins og flón,
þótt ekki sé hún fríð.
Í sæluvímu sama lagið
syngur alla tíð:
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla,
ég elska bara þig.

(Ómar Ragnarsson)

🔔  🔔  🔔

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.

Fyrri færsla
Næsta færsla