Mýrin Brasserie – jólaseðill
Jólamatseðlar hafa víða leyst af jólahlaðborðin. Mýrin Brasserie á Center Hótel Grandi er einn þeirra staða sem býður upp á sérstakan jólamatseðil og hann er einn sá allra jólalegasti. Það er hlýlegt á Mýrinni, hvítir dúkar á borðum, rúmgóður jólalegur salur, hátt til lofts og notalegt í alla staði. Við Elísabet Reynisdóttir nutum hvers bita yfir skemmtilegu spjalli. Allt smekklega framborið og bragðgott. Natni þjónanna var til fyrirmyndar ekki síður en natni kokkanna í eldhúsinu.
Allt upp á tíu á Mýrinni brasserie.
Við höfum allt sem til þarf til að selja Ísland sem matarland – ALLT.
— JÓLAHLAÐBORÐ — VEITINGASTAÐIR — JÓLIN — ELÍSABET REYNISDÓTTIR — KRÓNHJÖRTUR —
.
— JÓLAHLAÐBORÐ — VEITINGASTAÐIR — JÓLIN — ELÍSABET REYNISDÓTTIR — KRÓNHJÖRTUR —
.