Mýrin Brasserie – jólaseðill

Mýrin Brasserie - jólaseðill Elísabet reynisdóttir beta reynis jólamatseðill Kjúklingalifrar parfait, hangikjöts tartar og reyktur lax á blinisKastaníusúpa Krónhjörtur, villisveppa ragú, Dauphinoise kartöflur og Madeira sósa. Skúkkulaðidrumburinn hans Mateuszar chocolate log á la Mateusz
Albert og Elísabet á Mýrinni Brasserie.

Mýrin Brasserie – jólaseðill

Jólamatseðlar hafa víða leyst af jólahlaðborðin. Mýrin Brasserie á Center Hótel Grandi er einn þeirra staða sem býður upp á sérstakan jólamatseðil og hann er einn sá allra jólalegasti. Það er hlýlegt á Mýrinni, hvítir dúkar á borðum, rúmgóður jólalegur salur, hátt til lofts og notalegt í alla staði. Við Elísabet Reynisdóttir nutum hvers bita yfir skemmtilegu spjalli. Allt smekklega framborið og bragðgott. Natni þjónanna var til fyrirmyndar ekki síður en natni kokkanna í eldhúsinu.

Allt upp á tíu á Mýrinni brasserie.
Við höfum allt sem til þarf til að selja Ísland sem matarland – ALLT.

— JÓLAHLAÐBORÐ — VEITINGASTAÐIR — JÓLINELÍSABET REYNISDÓTTIRKRÓNHJÖRTUR

.

Mýrin brasserie á Center Hotel Grandi, Seljavegi 2
Kjúklingalifrar parfait, hangikjöts tartar og reyktur lax á blinis
Kastaníusúpa
Krónhjörtur, villisveppa ragú, Dauphinoise kartöflur og Madeira sósa.
Skúkkulaðidrumburinn hans Mateuszar. Chocolate log sem einnig kallast Yule Log eða Bûche de Noël er klassískur jólaeftirréttur sem lítur út eins og trébolur. Hann á rætur sínar að rekja til Frakklands á 19. öld.
Stórt listaverk er málað á einn vegg á Mýrinni
Kastaníusúpan mynduð
Jólalegt á Mýrinni brasserie

— JÓLAHLAÐBORÐ — VEITINGASTAÐIR — JÓLINELÍSABET REYNISDÓTTIRKRÓNHJÖRTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla