Auglýsing
Sacherterta - ofmetnasta tertan austurríki austurrískur matur Austurríkismaðurinn Franz Sacher (1816-1907) er einna þekktastur fyrir Sacher hótelin í Austurríki og fyrir Sachertertuna sem fyrst kom fram árið 1832
Sacherterta – ofmetnasta tertan

Sacherterta – ofmetnasta tertan

Lengi hef ég átt mér þann draum að smakka Sachertertu, eina af frægustu tertum heims. Til eru allmörg kaffihús sem eiga það sameiginlegt að segjast notast við upphaflegu uppskriftina. Held ég hafi aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með nokkurt kaffimeðlæti eins og þessa frægu Sachertertu sem við fengum á fallegu kaffihúsi í Austurríki. Þurr ofbökuð terta með svo þunnu lagi af apríkósusultu á milli að helst hefði þurft stækkunargler til að sjá það.

🇦🇹

Auglýsing

AUSTURRÍKITERTURSÚKKULAÐITERTUR

🇦🇹

Eitt af mörgum Sachertertu kaffihúsum í Vínarborg

🇦🇹

Franz Sacher
Franz Sacher

Austurríkismaðurinn Franz Sacher (1816-1907) er einna þekktastur fyrir Sacher hótelin í Austurríki og fyrir Sachertertuna sem er frá árinu 1832. Hún mun fyrst hafa verið borin á borð fyrir prins Klemens Wenzel von Metternich í Vín í Austurríki. Franz var þá sextán ára og lærlingur í eldhúsi Metternichs. Prinsinn hafði falið yfirkokki sínum að útbúa einstaklega ljúffengan eftirrétt. Þegar kokkurinn veiktist tók Franz við verkefninu og úr varð Sachertertan.

🇦🇹

Sacher kaffihús í Innsbruck

🇦🇹

— AUSTURRÍKITERTURSÚKKULAÐITERTUR

— SACHERTERTA —

🇦🇹