Eplaréttur

EPLI EFTIRRÉTTUR eftirréttir eplakaka bökuð epli jólaeftirréttur Grafarvogskirkja græn epli eftirréttur
Eplaréttur

Eplaréttur

Enn einn gómsæti eplaeftirrétturinn 🙂

EPLAKÖKUREFTIRRÉTTIREPLIGRAFARVOGSKIRKJA

.

Eplaréttur

4 græn epli
1 1/2 dl hveiti
1 dl sykur
100 g smjörlíki
kanilsykur

Hrærið saman í hrærivél smjörilíki, hveiti og sykri.
Flysjið eplin og skerið í báta.
Raðið eplum í eldfast mót.
Tætið deigið í bita og dreifið yfir eplin.
Dreifið kanilsykri yfir og bakið við 200°C í 25 – 30 mín.
Berið fram með ís.

.

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Eplarétturinn sem Sigurður Grétar kom með, var á borðum í veislu starfsfólks Grafarvogskirkju fyrir Húsfreyjuna. Frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

EPLAKÖKUREFTIRRÉTTIREPLIGRAFARVOGSKIRKJA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.