Eplaréttur
Enn einn gómsæti eplaeftirrétturinn 🙂
— EPLAKÖKUR — EFTIRRÉTTIR — EPLI — GRAFARVOGSKIRKJA —
.
Eplaréttur
4 græn epli
1 1/2 dl hveiti
1 dl sykur
100 g smjörlíki
kanilsykur
Hrærið saman í hrærivél smjörilíki, hveiti og sykri.
Flysjið eplin og skerið í báta.
Raðið eplum í eldfast mót.
Tætið deigið í bita og dreifið yfir eplin.
Dreifið kanilsykri yfir og bakið við 200°C í 25 – 30 mín.
Berið fram með ís.
.
— EPLAKÖKUR — EFTIRRÉTTIR — EPLI — GRAFARVOGSKIRKJA —
.