Tékklisti fyrir utanlandsferðir

 

Tékklisti fyrir utanlandsferðir Tékklisti, utanlandsferðir, ferðalag, elín pálmadóttir útlönd, ferðast einn
Bergþór og Albert í Lissabon

Tékklisti fyrir utanlandsferðir.

Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Áfangastaður, veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið.

Á listanum stendur meðal annars: vegabréfin, flugvélanesti(þar eru nokkrar hugmyndir), tóm flaska fyrir vatn, afþreying í vélinni (10 hugmyndir), sólgleraugu, hleðslutæki, evrur/peningar og húslyklar.

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Elín vinkona mín Pálmadóttir tók saman tékklista fyrir utanlandsferð sem hún og vinkonur hennar fóru í árið 1955*. Hann er mun ítarlegri en okkar list. Þetta tóku þær með sér:

Nælonnærföt, sex pör af nælonsokkum, nælonnáttkjóll. Dragt, frakki, 2 peysur, stutterma og langerma, nælonblússa, léreftskjóll, fínn sumarkjóll sem ekki krumpast og hægt er að þvo, og hattur sem má brjóta saman og nota bæði í kirkju og koktelboð. Sandalar, götuskór og háhælaðir skór, rúmgott veski og hanskar í lit, sem fer vel við allan annan klæðnað. Slæða, regnhlíf og höfuðklútur. Eyrnalokkar og hálsfesti. Handklæði, þvottapoki, krem, hárbursti, tannbursti, önnur snyrtitæki. Skyndiplástur, nál, tvinni, öryggisnælur, sápa, herðatré til að þurrka nælonblússuna á, skóáburður skóbursti og fatabursti. Sundbolur og strandföt. Létt strigataska, vegabréf, ferðatékkar og erlend smámynt fyrir strætisvagninn frá flugvellinum.

*listinn birtist í Morgunblaðinu

MATARBORGIRFERÐALÖG —  ELÍN PÁLMADÓTTIR

— TÉKKLISTI FYRIR UTANLANDSFERÐIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.