Sjávarréttarsæla

Forréttur forréttir jólin jólauppskriftir jólaforréttur Pálínuboð hörpuskel fiskréttur hátíðlegur forréttur Grafarvogskirkja sjávarréttur Sjávarréttarsæla
Sjávarréttarsæla með ristuðu brauði og Mangó Chutney sósu. Litfagur og bragðgóður réttur – stórfínn forréttur eða í Pálínuboðið

Sjávarréttarsæla

Í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju var þessi sjávarréttasæla í forrétt. Ágætt að útbúa réttinn með fyrirvara og láta hann standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Þá er hann kjörinn til að taka með í Pálínuboð.

SJÁVARRÉTTIRJÓLINHÖRPUSKELFORRÉTTIRMANGÓ CHUTNEY

.

Sjávarréttarsæla

1/2 kg rækjur
1/2 kg hörpuskel
1 blaðlaukur í sneiðum
1 rauð paprika, niðurskorin
1/2 bolli olía
1/2 bolli hvítvín
1 msk karrý
1/2 bolli sykur
2-3 hvítlauksrif, pressuð
Safi úr einni sítrónu

Blandið öllu saman í skál.

Sósa:
Ein lítil dós mæjónes
1/4 dl þeyttur rjómi
Mango chutney eftir smekk

Berið fram með ristuðu brauði og sósunni.

.

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Aldís Rut kom með sjávarréttasæluna þegar starfsfólk Grafarvogskirkju sló upp jólaveislu fyrir Húsfreyjuna. Frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

SJÁVARRÉTTIRJÓLINHÖRPUSKELFORRÉTTIRMANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.