Sjávarréttarsæla

0
Auglýsing
Forréttur forréttir jólin jólauppskriftir jólaforréttur Pálínuboð hörpuskel fiskréttur hátíðlegur forréttur Grafarvogskirkja sjávarréttur Sjávarréttarsæla
Sjávarréttarsæla með ristuðu brauði og Mangó Chutney sósu. Litfagur og bragðgóður réttur – stórfínn forréttur eða í Pálínuboðið

Sjávarréttarsæla

Í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju var þessi sjávarréttasæla í forrétt. Ágætt að útbúa réttinn með fyrirvara og láta hann standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Þá er hann kjörinn til að taka með í Pálínuboð.

SJÁVARRÉTTIRJÓLINHÖRPUSKELFORRÉTTIRMANGÓ CHUTNEY

Auglýsing

.

Sjávarréttarsæla

1/2 kg rækjur
1/2 kg hörpuskel
1 blaðlaukur í sneiðum
1 rauð paprika, niðurskorin
1/2 bolli olía
1/2 bolli hvítvín
1 msk karrý
1/2 bolli sykur
2-3 hvítlauksrif, pressuð
Safi úr einni sítrónu

Blandið öllu saman í skál.

Sósa:
Ein lítil dós mæjónes
1/4 dl þeyttur rjómi
Mango chutney eftir smekk

Berið fram með ristuðu brauði og sósunni.

.

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Aldís Rut kom með sjávarréttasæluna þegar starfsfólk Grafarvogskirkju sló upp jólaveislu fyrir Húsfreyjuna. Frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

SJÁVARRÉTTIRJÓLINHÖRPUSKELFORRÉTTIRMANGÓ CHUTNEY

.

Fyrri færslaEplaréttur
Næsta færslaTíu vinsælustu uppskriftirnar árið 2024