Sjávarréttarsæla
Í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju var þessi sjávarréttasæla í forrétt. Ágætt að útbúa réttinn með fyrirvara og láta hann standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Þá er hann kjörinn til að taka með í Pálínuboð.
— SJÁVARRÉTTIR — JÓLIN — HÖRPUSKEL — FORRÉTTIR — MANGÓ CHUTNEY —
.
Sjávarréttarsæla
1/2 kg rækjur
1/2 kg hörpuskel
1 blaðlaukur í sneiðum
1 rauð paprika, niðurskorin
1/2 bolli olía
1/2 bolli hvítvín
1 msk karrý
1/2 bolli sykur
2-3 hvítlauksrif, pressuð
Safi úr einni sítrónu
Blandið öllu saman í skál.
Sósa:
Ein lítil dós mæjónes
1/4 dl þeyttur rjómi
Mango chutney eftir smekk
Berið fram með ristuðu brauði og sósunni.
.
— SJÁVARRÉTTIR — JÓLIN — HÖRPUSKEL — FORRÉTTIR — MANGÓ CHUTNEY —
.