Jarðarberjakókosterta
Anna Valdís frænka mín kom með þessa fallegu og bragðgóðu tertu í fjölskylduboð í síðasta mánuði. Fyrir utan hollustuna er annar ekki síðri kostur að best sé að útbúa þær daginn áður.
— ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR — HRÁFÆÐI — JARÐARBER — TERTUR —
.
Jarðarberjakókosterta
Botn:
500 gr döðlur (lagðar í bleyti í um 30 mín)
100 gr valhnetur
100 gr möndlur saxaðar gróft
1 dl kókosmjöl
3-4 msk brædd kókosolía
Setjið í matvinnsluvél/hrærivél, þjappið í form og kælið.
Krem:
500 gr kasjúhnetur (lagðar í bleyti í um 30 mín)
500 gr jarðarber (fersk + frosin)
100 gr hindber (frosin)
1 msk sítrónusafi
1 msk hunang
1/3 tsk salt
Vanillufræ
3-4 msk kókosolía.
Setjið allt í matvinnsluvél/hrærivél og dreifið yfir botninn. Geymið í kæli í nokkra klst. eða yfir nótt.
— ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR — HRÁFÆÐI — JARÐARBER — TERTUR —
.