Jarðarberjakókosterta

Jarðarberjakókos terta Anna valdís einarsdóttir hráterta terta sem þarf ekki að baka hollusta hollt kaffimeðlæti fljótleg auðveld einföld jarðaberjaterta jarðaberjakaka
Jarðarberjakókosterta Önnu Valdísar, sem sést í glugganum.

Jarðarberjakókosterta

Anna Valdís frænka mín kom með þessa fallegu og bragðgóðu tertu í fjölskylduboð í síðasta mánuði. Fyrir utan hollustuna er annar ekki síðri kostur að best sé að útbúa þær daginn áður.

ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR HRÁFÆÐI JARÐARBERTERTUR

.

Jarðarberjakókosterta

Botn:
350 gr döðlur (lagðar í bleyti í um 30 mín)
100 gr valhnetur
100 gr möndlur saxaðar gróft
1 dl kókosmjöl
3-4 msk brædd kókosolía

Setjið í matvinnsluvél/hrærivél, þjappið í form og kælið.

Krem:
350 gr kasjúhnetur
400 gr jarðarber (fersk + frosin)
100 gr hindber (frosin)
1 msk sítrónusafi
1 msk hunang
1/3 tsk salt
Vanillufræ
3-4 msk kókosolía.

Setjið allt í matvinnsluvél/hrærivél og dreifið yfir botninn. Geymið í kæli í nokkra klst. eða yfir nótt.

ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR HRÁFÆÐI JARÐARBERTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: