Jarðarberjakókosterta

Jarðarberjakókos terta Anna valdís einarsdóttir hráterta terta sem þarf ekki að baka hollusta hollt kaffimeðlæti fljótleg auðveld einföld jarðaberjaterta jarðaberjakaka
Jarðarberjakókosterta Önnu Valdísar, sem sést í glugganum.

Jarðarberjakókosterta

Anna Valdís frænka mín kom með þessa fallegu og bragðgóðu tertu í fjölskylduboð í síðasta mánuði. Fyrir utan hollustuna er annar ekki síðri kostur að best sé að útbúa þær daginn áður.

ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR HRÁFÆÐI JARÐARBERTERTUR

.

Jarðarberjakókosterta

Botn:
350 gr döðlur (lagðar í bleyti í um 30 mín)
100 gr valhnetur
100 gr möndlur saxaðar gróft
1 dl kókosmjöl
3-4 msk brædd kókosolía

Setjið í matvinnsluvél/hrærivél, þjappið í form og kælið.

Krem:
350 gr kasjúhnetur
400 gr jarðarber (fersk + frosin)
100 gr hindber (frosin)
1 msk sítrónusafi
1 msk hunang
1/3 tsk salt
Vanillufræ
3-4 msk kókosolía.

Setjið allt í matvinnsluvél/hrærivél og dreifið yfir botninn. Geymið í kæli í nokkra klst. eða yfir nótt.

ANNA VALDÍS — HRÁTERTUR HRÁFÆÐI JARÐARBERTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla Gústu

IMG_4259IMG_4271

Hjónabandssæla Gústu.  Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave