Kryddaðar linsubaunir með sætri kartöflu og spínati

0
Auglýsing
Kryddaðar linsubaunir með sætri kartöflu og spínati kínóa Kryddaðar linsubaunir spínatPróteinríkur grænmetisréttur prótein próten meira prótein Linsubaunir með sætri kartöflu Heilsusamleg uppskrift með spínati Einfaldur grænmetisréttur Vegan kvöldmatur Hollar uppskriftir með linsubaunum Næringarríkur og saðsamur grænmetisréttur Heilsuréttur með kryddum Einföld og fljótleg uppskrift
Kryddaðar linsubaunir með sætri kartöflu og spínati

Kryddaðar linsubaunir með sætri kartöflu og spínati

Bragðmikill og próteinríkur grænmetisréttur – þessar krydduðu linsubaunir algjörlega málið! Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum þegar mig langar í eitthvað hlýjandi, saðsamt og einfalt. Rétturinn er ekki aðeins ljúffengur heldur líka fullur af trefjum, góðum fitusýrum og vítamínum.

Rétturinn er líka sveigjanlegur (ef svo má segja 🙂 ) – ef þú vilt bæta við grænmeti eða prófa önnur krydd geturðu auðveldlega gert það. Með brúnum hrísgrjónum eða kínóa færðu fullkomna máltíð sem mettar vel og heldur orkunni stöðugri út daginn.

Auglýsing

Ég mæli með að bera réttinn fram með sítrónubát til að fríska upp á bragðið og jafnvel skvettu af jógúrtsósu eða tahini fyrir þá sem vilja mýkja kryddkeiminn.

Njótið vel!

BAUNIRVEGANLINSUBAUNIRSÆTAR KARTÖFLURSPÍNAT

🌶️

Hráefnin í linsubaunaréttinn

Kryddaðar linsubaunir með sætri kartöflu og spínati

  • 200 g rauðar linsubaunir, skolaðar og sigtaðar
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 msk ferskur engifer, rifinn
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk kóríander
  • 1 tsk cumin
  • ½ tsk reykt paprika
  • 1 stór sæt kartafla, skorin í litla bita
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • 400 ml vatn + grænmetiskraftur
  • 2 lúkur ferskt spínat
  • Salt og pipar, eftir smekk
  • Safi úr ½ sítrónu
  1. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu eða potti á meðalhita. Steikið lauk, hvítlauk og engifer í 3-4 mínútur þar til laukurinn er mjúkur.
  2. Bætið við túrmeriki, kóríander, kúmeni og reyktu paprikukryddi, grænmetiskrafti og steikið í 1 mínútu til viðbótar.
  3. Bætið sætri kartöflu út í og hrærið vel. Hellið kókosmjólk og vatni yfir, hrærið og látið malla í 10 mínútur.
  4. Bætið linsubaunum út í og látið malla í 15-20 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og linsubaunirnar orðnar mjúkar en ekki maukaðar.
  5. Bætið spínatinu út í rétt í lokin og hrærið þar til það mýkist.
  6. Kreistið sítrónusafa yfir og smakkið til með salti og pipar.

Meðlæti

  • Brún hrísgrjón, quinoa eða naan-brauð
  • Grísk jógúrtsósa eða tahinisósa til að kæla kryddin

BAUNIRVEGANLINSUBAUNIRSÆTAR KARTÖFLURSPÍNAT

🌶️

Fyrri færslaLakkrís–Pavlóvur
Næsta færslaOssobuco alla Milanese