Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki kókosmjöl fiskur í ofni ofnbakaður fiskur einfaldur fiskréttur
Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

FISKURFISKUR Í OFNI KÓKOSMJÖL

.

Fiskur undir kókosþaki

1 fiskflak

1 laukur fínt saxaður

1 dl góð olía

2-3 hvítlauksrif, söxuð

ferskt kóriander, saxað

1/3 tsk chili

1/2 tsk garam masala

1 tsk túrmerik

1-2 cm engifer, smátt saxað

safi úr hálfri sítrónu

1 bolli kókosmjöl

Setjið fiskflakið í eldfast form. Steikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk, kóriander, chili garam masala, túrmerik, engifer, sítrónusafa og látið malla smá stund. Bætið við kókosmjöli í lokin. Hellið af pönnunni yfir fiskinn og eldið í heitum ofni í um 20 mín.

FISKURFISKUR Í OFNI KÓKOSMJÖL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SaveSave

Vandamál við gerbakstur

GER

Vandamál við gerbakstur. Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld.

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.

Fyrri færsla
Næsta færsla