Auglýsing
Marmarakaka HULDA STEINSDÓTTIR formkaka kaka í formi kaffibrauð vinsælt kaffibrauð íslenskt kaffimeðlæti bolungavík bolungarvík brimnes fáskrúðsfjörður  birna hjaltalín
Marmarakaka. Myndin er tekin í kaffiboði hjá Birnu Hjaltalín vinkonu minni í Bolungarvík.

Marmarakaka

Formkökur eru fínasta kaffimeðlæti og klassískt, ein af mörgum uppáhaldskökum úr barnæsku eru marmarakaka. Uppskriftin frá mömmu.

JÓLAKAKAKRYDDBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIÁVAXTAKÖKURKAKÓMÖMMUUPPSKRIFTIRBOLUNGAVÍK

.

Marmarakaka

200 g smjör

1 1/3 dl sykur

3 egg

2 dl hveiti

1 1/2 dl kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

2 msk kakó

Hrærið vel saman smjör og sykur. Bætið út í einu eggi í senn og hrærið á milli. Setjið hveiti, kartöflumjöli og lyftiduft saman við og blandið saman við.

Takið frá 1/3 af deiginu og blandið kakóinu saman við það.

Látið deigið í form, kakódeigið þar ofan á og blandið lítið eitt saman með gaffli (alls ekki of mikið).
Bakið við 175°C í 50-60 mín.

.

JÓLAKAKAKRYDDBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIÁVAXTAKÖKURKAKÓMÖMMUUPPSKRIFTIR

— MARMARAKAKA —

.

Auglýsing