Pavlova

nýja sjáland ástralía Pavlova Jóhann Kjartan Örn steindórsson, Freyja rún Elísa jóhannsdóttir Fríður ósk terta ávextir marengs johann orn pavlóva pavlóvuterta marengsterta
Jóhann Örn með Pavlóvuna

Pavlova

Oft fennir fljótt í spor listamanna, jafnvel þeirra frægustu, þegar þeir hafa lokið starfsævi sinni. Stundum er nafni þeirra þó haldið á lofti af öðrum ástæðum en til stóð.

PAVLOVURÁSTRALÍANÝJA-SJÁLANDKJARTAN ÖRN MARENGS — TERTUR

.

Anna Pavlova er enn þekkt fyrir túlkun sína á “Dauðasvaninum“, stuttu einleiksballetti sem var samið sérstaklega fyrir hana af Michel Fokine árið 1905. Þessi túlkun hennar hefur orðið ein af táknmyndum ballettsögunnar.

Anna Pavlova fæddist 1881 í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hún varð príma ballerína í Rússneska ballettinum hjá Sergei Diaghilev og sú fyrsta til að fara í dansferðalög um heiminn til að sýna listir sínar. Á þriðja áratug 20. aldar fór hún til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Trúlega væri nafn hennar á fárra vörum ef ekki hefði verið útbúin eftirréttarterta, sem kennd var við hana, í ferðinni. Ástralir og Nýsjálendingar rífast líklega til enda veraldar um hvor þjóðin á heiðurinn, enda vildu allir Pavlovu kveðið hafa.

Tertan vakti mikla lukku og hefur æ síðan verið ein frægasta terta heims, enda er hún afskaplega ljúffeng. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.

Gott er að baka að kvöldi, setja rjómann á að morgni (svo að marensinn blotni) og ávextina rétt áður en á að bera tertuna fram.

8 eggjahvítur þeyttar ásamt 250 g af sykri (1 1/2 dl ca). Smám saman er bætt út í 1 tsk af sítrónusafa, 1 tsk af vanilludropum og ½ tsk af salti.

Þegar þetta er orðið stíft, svo að hægt er að búa til toppa, er bökunarpappír settur á ofnplötu, marensinn settur í miðjuna og breiddur út í fallegan hring með sleikju. Bakað í 2 klst. við 100°C. Þá er slökkt undir og tertan látin kólna til morguns.

½ l rjómi þeyttur með 1 tsk vanillusykri og smurt á.

Skreytt er með ávöxtum að vild, en gott að miða við rauðan (t.d. jarðarber), gulan (t.d. mangó), bláan (t.d. bláber og blá vínber) og grænan (t.d. græn vínber og kiwi).

Pavlova
Ungi pilturinn sem heldur á tertunni (og hjálpaði til að skreyta hana) heitir Jóhann Örn.

Svo má auðvitað dúlla svolítið, t.d. með því að hella bráðnu (en ekki mjög heitu) súkkulaði yfir í þunnum taumum. Á sumrin er gott að bera fram léttan ís með tertunni.

Pavlova Steindór Sólrún Heiði
Steindór sker Pavlovuna
Pavlova
Kjartan Örn og Freyja Rún

.

PAVLOVURÁSTRALÍANÝJA-SJÁLANDKJARTAN ÖRN MARENGS — TERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.