Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta, frískandi og undurgóð hráterta hrátertur lime límónuterta límóna terta sem ekki þarf að baka holl terta hollusta einfalt og gott kasjúhnetur möndlur eftirréttur fyrir ofnæmis fólk óþolsfólk Hentar vel fyrir fólk með ofnæmi Halla Tómasdóttir Björn Skúlason Guðrún Pétursdóttir
Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta

Seint hætti ég að dásama hrátertur, þessi er með þeim betri. Frískandi og undurgóð 🍋‍🟩

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Albert, Bergþór og Guðrún Pétursdóttir með Limetertuna fyrir framan sig.

Limeterta

Botn:
1 bolli möndlur
1 bolli mjúkar döðlur
3 msk kókosolía
1/3 tsk sjávarsalt

Botn:
Setjið möndlur í matvinnsluvél og maukið gróft.
Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið er klístrað og helst saman þegar því er þrýst saman með fingrum.
Þrýstið deiginu í botninn á smelluformi (um 20 cm þvermál) og setjið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
2 bollar kasjúhnetur
1/3 bolli hunang (eða minna)
1/3 bolli nýkreistur lime safi (ca. 4 lime)
1/3 bolli kókosolía (brædd)
1 msk rifinn lime börkur.

Aðferð við fyllingu:
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til fyllingin verður silkimjúk. Þetta getur tekið smá stund, en það er þess virði að fá hana alveg slétta.
Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið úr yfirborðinu.
Setjið tertuna í ísskáp í að minnsta kosti 4 klst (eða yfir nótt) til að hún nái að stífna (taka sig).

Takið tertuna út um 10-15 mínútum áður en hún er borin fram.
Skreytið með lime sneiðum, rifnum lime berki eða jafnvel kókosflögum.

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.