Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta, frískandi og undurgóð hráterta hrátertur lime límónuterta límóna terta sem ekki þarf að baka holl terta hollusta einfalt og gott kasjúhnetur möndlur eftirréttur fyrir ofnæmis fólk óþolsfólk Hentar vel fyrir fólk með ofnæmi Halla Tómasdóttir Björn Skúlason Guðrún Pétursdóttir
Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta

Seint hætti ég að dásama hrátertur, þessi er með þeim betri. Frískandi og undurgóð 🍋‍🟩

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Albert, Bergþór og Guðrún Pétursdóttir með Limetertuna fyrir framan sig.

Limeterta

Botn:
1 bolli möndlur
1 bolli mjúkar döðlur
3 msk kókosolía
1/3 tsk sjávarsalt

Botn:
Setjið möndlur í matvinnsluvél og maukið gróft.
Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið er klístrað og helst saman þegar því er þrýst saman með fingrum.
Þrýstið deiginu í botninn á smelluformi (um 20 cm þvermál) og setjið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
2 bollar kasjúhnetur
1/3 bolli hunang (eða minna)
1/3 bolli nýkreistur lime safi (ca. 4 lime)
1/3 bolli kókosolía (brædd)
1 msk rifinn lime börkur.

Aðferð við fyllingu:
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til fyllingin verður silkimjúk. Þetta getur tekið smá stund, en það er þess virði að fá hana alveg slétta.
Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið úr yfirborðinu.
Setjið tertuna í ísskáp í að minnsta kosti 4 klst (eða yfir nótt) til að hún nái að stífna (taka sig).

Takið tertuna út um 10-15 mínútum áður en hún er borin fram.
Skreytið með lime sneiðum, rifnum lime berki eða jafnvel kókosflögum.

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sümac á Laugavegi 28 – suddalega góður

Veitingastaðurinn Sümac á Laugavegi 28 einn af þessum demöntum okkar, sem er undir áfhrifum frá dásamlegri matargerð Marokkó og Líbíu. Þetta er kærkomin viðbót í miðbænum. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu, sem gefur af sér ber, en þau eru þurrkuð og mikið notuð í þessum löndum. Eldhúsið er opið úr salnum og grillilmurinn er svo lokkandi!

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)