Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta, frískandi og undurgóð hráterta hrátertur lime límónuterta límóna terta sem ekki þarf að baka holl terta hollusta einfalt og gott kasjúhnetur möndlur eftirréttur fyrir ofnæmis fólk óþolsfólk Hentar vel fyrir fólk með ofnæmi Halla Tómasdóttir Björn Skúlason Guðrún Pétursdóttir
Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta

Seint hætti ég að dásama hrátertur, þessi er með þeim betri. Frískandi og undurgóð 🍋‍🟩

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Albert, Bergþór og Guðrún Pétursdóttir með Limetertuna fyrir framan sig.

Limeterta

Botn:
1 bolli möndlur
1 bolli mjúkar döðlur
3 msk kókosolía
1/3 tsk sjávarsalt

Botn:
Setjið möndlur í matvinnsluvél og maukið gróft.
Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið er klístrað og helst saman þegar því er þrýst saman með fingrum.
Þrýstið deiginu í botninn á smelluformi (um 20 cm þvermál) og setjið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
2 bollar kasjúhnetur
1/3 bolli hunang (eða minna)
1/3 bolli nýkreistur lime safi (ca. 4 lime)
1/3 bolli kókosolía (brædd)
1 msk rifinn lime börkur.

Aðferð við fyllingu:
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til fyllingin verður silkimjúk. Þetta getur tekið smá stund, en það er þess virði að fá hana alveg slétta.
Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið úr yfirborðinu.
Setjið tertuna í ísskáp í að minnsta kosti 4 klst (eða yfir nótt) til að hún nái að stífna (taka sig).

Takið tertuna út um 10-15 mínútum áður en hún er borin fram.
Skreytið með lime sneiðum, rifnum lime berki eða jafnvel kókosflögum.

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar

Jólasmákökur

Sex vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar. Það er einhver óútskýrð dásemdar tilfinning sem fylgir smákökubakstri á aðventunni. Þessi dásamlegi ilmur sem berst um húsið í bland við barnslega tilhlökkun. Sex vinsælustu smákökuuppskriftirnar eru:

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.