Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta, frískandi og undurgóð hráterta hrátertur lime límónuterta límóna terta sem ekki þarf að baka holl terta hollusta einfalt og gott kasjúhnetur möndlur eftirréttur fyrir ofnæmis fólk óþolsfólk Hentar vel fyrir fólk með ofnæmi Halla Tómasdóttir Björn Skúlason Guðrún Pétursdóttir
Limeterta, frískandi og undurgóð

Limeterta

Seint hætti ég að dásama hrátertur, þessi er með þeim betri. Frískandi og undurgóð 🍋‍🟩

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Albert, Bergþór og Guðrún Pétursdóttir með Limetertuna fyrir framan sig.

Limeterta

Botn:
1 bolli möndlur
1 bolli mjúkar döðlur
3 msk kókosolía
1/3 tsk sjávarsalt

Botn:
Setjið möndlur í matvinnsluvél og maukið gróft.
Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið er klístrað og helst saman þegar því er þrýst saman með fingrum.
Þrýstið deiginu í botninn á smelluformi (um 20 cm þvermál) og setjið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
2 bollar kasjúhnetur
1/3 bolli hunang (eða minna)
1/3 bolli nýkreistur lime safi (ca. 4 lime)
1/3 bolli kókosolía (brædd)
1 msk rifinn lime börkur.

Aðferð við fyllingu:
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til fyllingin verður silkimjúk. Þetta getur tekið smá stund, en það er þess virði að fá hana alveg slétta.
Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið úr yfirborðinu.
Setjið tertuna í ísskáp í að minnsta kosti 4 klst (eða yfir nótt) til að hún nái að stífna (taka sig).

Takið tertuna út um 10-15 mínútum áður en hún er borin fram.
Skreytið með lime sneiðum, rifnum lime berki eða jafnvel kókosflögum.

LIMEHRÁFÆÐIHRÁTERTURTERTURKASJÚHNETUR

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

kaja

Matarbúr Kaju Óðinsgötu - lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Einnig eru nýbökuð brauð já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi