
Bragðmikil linsubaunasúpa með kókosmjólk
Þessi súpa er dásamleg og full af ljúffengum kryddum, athugið að kanill gefur henni alveg einstakt bragð. Linsubaunir eru góð uppspretta próteins og trefja – saðsöm og næringarrík súpa. Hún er einföld í framkvæmd og tilvalin þegar okkur langar í eitthvað ljúffengt og matarmikið. Berið súpuna fram með fersku kóríander og góðu brauði til að njóta til hins ýtrasta.
— LINSUBAUNIR — VEGAN — SÚPUR — KÓKOSMJÓLK — ENGIFER — GULRÆTUR —
🥕
Bragðmikil linsubaunasúpa með kókosmjólk
- 2 msk ólífuolía
- 1 stór laukur, saxaður
- 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
- 1 msk rifinn engifer
- 2 gulrætur, skornar í sneiðar
- 1 rauð paprika, skorin í bita
- 1½ bolli rauðar linsubaunir, skolaðar
- 1 dós (400 ml) kókosmjólk
- 1 lítri vatn
- 1 msk grænmetiskraftur
- 1 msk karríduft
- 1 tsk túrmerik
- 1 tsk cumin
- ½ tsk kanill
- Salt og pipar
- 1 límóna, safinn
- Ferskt kóríander eða steinselja til skrauts.
- Hitið ólífuolíuna í stórum potti yfir miðlungshita. Bætið lauknum við og steikið í 3-4 mínútur þar til hann er mjúkur.
- Bætið hvítlauk, engifer og gulrótum við og steikið í 2-3 mínútur til viðbótar.
- Kryddið með karrídufti, túrmeriki, cumin, kanil og grænmetiskrafti.
- Bætið linsubaunum, kókosmjólk og vatni í pottinn. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið malla í 20-25 mínútur þar til linsubaunirnar eru mjúkar.
- Smakkið til með salti, pipar og límónusafa.
- Berið fram með fersku kóríander eða steinselju og jafnvel góðu brauði til að dýfa.
Góð ráð – Tips
✅ Kanill – Extra kanill gerir súpuna „notalegri”.
✅ Sítrussafi – Skvetta af límónu- eða sítrónusafa í lokin gerir súpuna ferskari.
✅ Kókosmjólk – Best að nota feita kókosmjólk (full-fat).
✅ Linsubaunir – Skolaðu þær vel áður en þú notar þær til að draga úr beiskju.
✅ Grænmetið – Sæt kartafla, blómkál eða spergilkál gengur líka í súpuna.
✅ Kóríander eða steinselja – Frískandi jurtir í lokin gefa fallegan lit og ferskt bragð.
🥕
— LINSUBAUNIR — VEGAN — SÚPUR — KÓKOSMJÓLK — ENGIFER — GULRÆTUR —
🥕