
Besta appelsínumarmelaðið
Það er ótrúlega auðvelt að útbúa marmelaði, en gott er að hafa í huga að appelsínur eru missætar og ágætt að hafa það í huga þegar sykurinn er mældur. Ágætt að byrja á t.d. 400 g og bæta svo við. Þegar marmelaðið er tilbúið finnst mér ágætt að setja eins og eina matskeið af því á disk og kæla í ísskápnum. Þannig er hægt að finna út hvort er nægur hleypir. Ef það er of lint má bæta við sultuhleypi.
Ef þið viljið meira bragð, eitthvað sem „rífur” smá í, má sjóða smávegis af söxuðu engifer með eða bæta við chilii.
— MARMELAÐI — APPELSÍNUR —
🍊

Besta appelsínumarmelaðið
1 kg appelsínur
1 sítróna
5 dl vatn
500 – 650 g sykur með sultuhleypi
1/3 tsk salt.
Skolið appelsínur og sítrónu vel.
Skerið í báta, takið steinana úr og hakkið.
Setjið í pott ásamt vatni, sykri og salti.
Sjóðið í um 45 mín eða þangað til ávextirnir eru orðnir mjúkir.
Setjið í hreinar krukkur og lokið þeim strax.
— MARMELAÐI — APPELSÍNUR —
🍊