Indo-Italian, nýr matseðill

Indo - Italian er í Listhúsinu í Laugardalunum í Reykjavík indland ítalía restaurant veitingahús indverskur matur ítalskur matur helen góður veitingastaður
Indo – Italian er í Listhúsinu í Laugardalunum í Reykjavík

Indo – Italian í Laugardalunum í Reykjavík

Nýi matseðillinn á Indo – Italian er mjög girnilegur, margt spennandi, eins og Lamb Kurma, Lamb Vindaloo, kjúklingur methi lababdar. Þarna eru líka „fusion“, eða blandaðir ítalskir/indverskir réttir, eins og Butter Chicken Pizza, Indo Italianb Hot and Spicy kjúklings eða subzi pizza.

Meðal þess sem við smökkuðum pítsu sem var fusion, butter chicken, með basilsósu og pappadou, kasjúhnetum, papriku. Hún var bragðmikil, kom á óvart, og var óskaplega góð. Vorum allir sammála um að hana mundum við fá okkur aftur (og líka allt hitt).

Hins vegar vorum við svo saddir að það var ekkert pláss fyrir eftirréttinn, þannig að við „þurfum” að fara aftur 😉

🇮🇳 🇮🇹

INDO-ITALIANINDLANDÍTALÍAVEITINGASTAÐIR

🇮🇳 🇮🇹

Við fengum fyrst óáfenga kokteila: Cranberry ginger og Virgin mojito (jarðarberja), sumarlegir og bragðgóðir.
Laukbitar djúpsteikt með góðum sósum Burrata ostur Kjúklingabaunir og mozzarella, fusion réttur sem kom á óvart
Við smökkuðum pítsu sem var fusion, butter chicken, með basilsósu og pappadou, kasjúhnetum, papriku. Hún var bragðmikil, kom á óvart, og var óskaplega góð.
Gnocchi með parmesan og Lamb Vindaloo með chili, hvítlauk og engifer.
Lax með rjómalagaðri Alfredo sósu
Lambaskanki í rauðvínssósu með hvítlauk, rósmarín, tímian o.fl. borið fram með grilluðm kúrbít og karöflumús.
Lamb Vindaloo, kryddað lambakjöt með chili, hvítlauk og vinegar. Bragðmikill og hressandi réttur.
Albert, Helen og Bergþór á Indo-Italian restaurant

🇮🇳 🇮🇹

INDO-ITALIANINDLANDÍTALÍAVEITINGASTAÐIR

🇮🇳 🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kaffi Vöðlakot í Flóa

Vöðlakot

Kaffi Vöðlakot. Í Flóanum, rétt fyrir sunnan Selfoss, rekur Eyjólfur Eyjólfsson kaffihúsið Vöðlakot við hliðina á Íslenska bænum. Þarna er afar notaleg heimilisleg stemning í gömlu upperðu húsi. Eftir að hafa gert kaffimeðlætinu góð skil, sagði Eyjólfur okkur sögu staðarins og spilaði fyrir okkur á langspil. Þjóðlegra verður það nú varla. Endileg komið við í Vöðlakoti og njótið, aðeins fimm mínútna akstur frá Selfossi.

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.