
Indo – Italian í Laugardalunum í Reykjavík
Nýi matseðillinn á Indo – Italian er mjög girnilegur, margt spennandi, eins og Lamb Kurma, Lamb Vindaloo, kjúklingur methi lababdar. Þarna eru líka „fusion“, eða blandaðir ítalskir/indverskir réttir, eins og Butter Chicken Pizza, Indo Italianb Hot and Spicy kjúklings eða subzi pizza.
Meðal þess sem við smökkuðum pítsu sem var fusion, butter chicken, með basilsósu og pappadou, kasjúhnetum, papriku. Hún var bragðmikil, kom á óvart, og var óskaplega góð. Vorum allir sammála um að hana mundum við fá okkur aftur (og líka allt hitt).
Hins vegar vorum við svo saddir að það var ekkert pláss fyrir eftirréttinn, þannig að við „þurfum” að fara aftur 😉
🇮🇳 🇮🇹
— INDO-ITALIAN — INDLAND — ÍTALÍA — VEITINGASTAÐIR —
🇮🇳 🇮🇹








🇮🇳 🇮🇹
— INDO-ITALIAN — INDLAND — ÍTALÍA — VEITINGASTAÐIR —
🇮🇳 🇮🇹