Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri kaprí ítalía ítalskur matur ítalskur eftirréttur kaka terta súkkulaðiterta glútenlaus glúteinlaus
Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Þessi dásemdar súkkulaðikaka á rætur að rekja til fallegu eyjarinnar Capri á Ítalíu. Torta Caprese er hveitilaus – saxaðar möndlur og dökkt súkkulaði gefa kökunni djúpt og ríkt bragð, auk þess sem áferðin verður bæði mjúk og þétt í senn.

Sagan segir að kakan hafi orðið til fyrir mistök þegar bakari gleymdi að bæta hveiti út í deigið – en útkoman var svo ljúffeng að hún varð klassík! Hún er fullkomin með espressóbolla eða límónulíkjör eftir góða máltíð og hentar líka vel þeim sem forðast glúten.

Ég baka þessa köku annað slagið þegar mig langar í eitthvað sérstakt og ítalskt – og hún klikkar aldrei.

Meðan hún bakast má raula Caprí Katarína 🙂

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

125 gr afhýddar möndlur fínt saxaðar
125 gr dökkt súkkulaði (70%)
125 gr ósaltað smjör í bitum
125 gr sykur
3 stór egg, aðskiliin
flórsykur ofan á

Bræðið smjör og súkkulaði saman, hrærið út i sykur og möndlumulning. Kælið svolítið og bætið rauðum við. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við deigið.

Bakið við 160°C 40 mín. Sigtið flórsykur ofan á.

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflusalat með pestói

Kartöflusalat með pestói. Í hlöðugrillinu snæddu gestir holugrillað lambalæri með tveimur tegundum af kartöflusalati. Afsakið að ekki séu í uppskrifinni mál og vog heldur hvað var í salatinu.

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta. Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

Fyrri færsla
Næsta færsla