Indo-Italian, nýr matseðill

Indo - Italian er í Listhúsinu í Laugardalunum í Reykjavík indland ítalía restaurant veitingahús indverskur matur ítalskur matur helen góður veitingastaður
Indo – Italian er í Listhúsinu í Laugardalunum í Reykjavík

Indo – Italian í Laugardalunum í Reykjavík

Nýi matseðillinn á Indo – Italian er mjög girnilegur, margt spennandi, eins og Lamb Kurma, Lamb Vindaloo, kjúklingur methi lababdar. Þarna eru líka „fusion“, eða blandaðir ítalskir/indverskir réttir, eins og Butter Chicken Pizza, Indo Italianb Hot and Spicy kjúklings eða subzi pizza.

Meðal þess sem við smökkuðum pítsu sem var fusion, butter chicken, með basilsósu og pappadou, kasjúhnetum, papriku. Hún var bragðmikil, kom á óvart, og var óskaplega góð. Vorum allir sammála um að hana mundum við fá okkur aftur (og líka allt hitt).

Hins vegar vorum við svo saddir að það var ekkert pláss fyrir eftirréttinn, þannig að við „þurfum” að fara aftur 😉

🇮🇳 🇮🇹

INDO-ITALIANINDLANDÍTALÍAVEITINGASTAÐIR

🇮🇳 🇮🇹

Við fengum fyrst óáfenga kokteila: Cranberry ginger og Virgin mojito (jarðarberja), sumarlegir og bragðgóðir.
Laukbitar djúpsteikt með góðum sósum Burrata ostur Kjúklingabaunir og mozzarella, fusion réttur sem kom á óvart
Við smökkuðum pítsu sem var fusion, butter chicken, með basilsósu og pappadou, kasjúhnetum, papriku. Hún var bragðmikil, kom á óvart, og var óskaplega góð.
Gnocchi með parmesan og Lamb Vindaloo með chili, hvítlauk og engifer.
Lax með rjómalagaðri Alfredo sósu
Lambaskanki í rauðvínssósu með hvítlauk, rósmarín, tímian o.fl. borið fram með grilluðm kúrbít og karöflumús.
Lamb Vindaloo, kryddað lambakjöt með chili, hvítlauk og vinegar. Bragðmikill og hressandi réttur.
Albert, Helen og Bergþór á Indo-Italian restaurant

🇮🇳 🇮🇹

INDO-ITALIANINDLANDÍTALÍAVEITINGASTAÐIR

🇮🇳 🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Borðum OMEGA 3

Valhnetur Omega 3

Borðum OMEGA 3. Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.

Kókoshnetusmjörterta

terta

Kókoshnetusmjörterta. Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.