Albert, Sigurður Laufdal, Gísli Þór og Bergþór á Lólu
Lóla restaurant
Við Tryggvagötu er veitingastaðurinn Lóla restaurant, hann kom heldur betur á óvart. Það var þéttsetið af fallega og flotta fólkinu og greinilegt að þarna var kominn lúxus staður.
Strax þegar annars vegar focaccia kemur með ólífuolíu, perlulauk og salvíu. Þeytt Riccotta kemur með sætri chili sósu, tómötum og oregano. Hins vegar gnocchi með parmesan og ítalskri skinku, vissum við að við værum á stað með sælustjörnu („Michelin“ stjarna Alberts eldar), enda er stjörnukokkurinn Sigurður Laufdal ábyrgur fyrir lostætinu. En það er ekki bara frábær matur, heldur líka þjónustufólk, fallegar stelpur og sérlega góðar á manninn, sem búa til andrúmsloft vellíðunar.
Veitingastaðurinn Lóla er vel staðsett í miðbænum, við Tryggvagötu, en samt er hægt að fá stæði beint á móti.
Lóla restaurant fer beint á topp þrjú yfir bestu veitingastaði á Íslandi
Við byrjuðum á þremur kokteilum: Appelsínu-vanillu, the pink one (sítróna, brómber) og tonic.La Focaccia di Lóla (um það bil það besta sem við höfum smakkað) með því var ricotta, chili, tómötum og óreganóGnocchi Fritti, jamon iberico, parmesan og chili hunangSashimi. Hamachi fiskur barst um morguninn frá Japan, alveg dúnmjúkur, með kapers, lauk, sikileyskri sítrónu og fenniku.Agnolotti, geitaostur, brenndar fíkjur, salvía, kanillHumar tortellini með kanadískum humar inni í, rautt karrý, kókos, dannangall og thai basilíkaIberico spænskt nautakjöt, polenta franskar, aleppo zabaglione barolo og kapers lauf, padron pipar. Mjúkt kjöt, bragðgott með fitu, paprikan góð, góð samsetning,Bergþór, Gísli Þór og Albert á veitingastaðnum LóluWhat the duck perur og döðlutoffee perur rósmarín hvítt sesam – skemmtileg útgáfa.Einstaklega ljúffengur ís, gelato/sorbet alveg svakalega góður, jarðarber þurrkuð mjólk
Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....