Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri kaprí ítalía ítalskur matur ítalskur eftirréttur kaka terta súkkulaðiterta glútenlaus glúteinlaus
Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Þessi dásemdar súkkulaðikaka á rætur að rekja til fallegu eyjarinnar Capri á Ítalíu. Torta Caprese er hveitilaus – saxaðar möndlur og dökkt súkkulaði gefa kökunni djúpt og ríkt bragð, auk þess sem áferðin verður bæði mjúk og þétt í senn.

Sagan segir að kakan hafi orðið til fyrir mistök þegar bakari gleymdi að bæta hveiti út í deigið – en útkoman var svo ljúffeng að hún varð klassík! Hún er fullkomin með espressóbolla eða límónulíkjör eftir góða máltíð og hentar líka vel þeim sem forðast glúten.

Ég baka þessa köku annað slagið þegar mig langar í eitthvað sérstakt og ítalskt – og hún klikkar aldrei.

Meðan hún bakast má raula Caprí Katarína 🙂

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

125 gr afhýddar möndlur fínt saxaðar
125 gr dökkt súkkulaði (70%)
125 gr ósaltað smjör í bitum
125 gr sykur
3 stór egg, aðskiliin
flórsykur ofan á

Bræðið smjör og súkkulaði saman, hrærið út i sykur og möndlumulning. Kælið svolítið og bætið rauðum við. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við deigið.

Bakið við 160°C 40 mín. Sigtið flórsykur ofan á.

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Fyrri færsla
Næsta færsla