Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri kaprí ítalía ítalskur matur ítalskur eftirréttur kaka terta súkkulaðiterta glútenlaus glúteinlaus
Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Þessi dásemdar súkkulaðikaka á rætur að rekja til fallegu eyjarinnar Capri á Ítalíu. Torta Caprese er hveitilaus – möndlumjöl og dökkt súkkulaði gefa kökunni djúpt og ríkt bragð, auk þess sem áferðin verður bæði mjúk og þétt í senn.

Sagan segir að kakan hafi orðið til fyrir mistök þegar bakari gleymdi að bæta hveiti út í deigið – en útkoman var svo ljúffeng að hún varð klassík! Hún er fullkomin með espressóbolla eða límónulíkjör eftir góða máltíð og hentar líka vel þeim sem forðast glúten.

Ég baka þessa köku annað slagið þegar mig langar í eitthvað sérstakt og ítalskt – og hún klikkar aldrei.

Meðan hún bakast má raula Caprí Katarína 🙂

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

125 gr afhýddar möndlur fínt saxaðar
125 gr dökkt súkkulaði (70%)
125 gr ósaltað smjör í bitum
125 gr sykur
3 stór egg, aðskiliin
flórsykur ofan á

Bræðið smjör og súkkulaði saman, hrærið út i sykur og möndlumulning. Kælið svolítið og bætið rauðum við. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við deigið.

Bakið við 160°C 40 mín. Sigtið flórsykur ofan á.

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla