Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri kaprí ítalía ítalskur matur ítalskur eftirréttur kaka terta súkkulaðiterta glútenlaus glúteinlaus
Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Þessi dásemdar súkkulaðikaka á rætur að rekja til fallegu eyjarinnar Capri á Ítalíu. Torta Caprese er hveitilaus – saxaðar möndlur og dökkt súkkulaði gefa kökunni djúpt og ríkt bragð, auk þess sem áferðin verður bæði mjúk og þétt í senn.

Sagan segir að kakan hafi orðið til fyrir mistök þegar bakari gleymdi að bæta hveiti út í deigið – en útkoman var svo ljúffeng að hún varð klassík! Hún er fullkomin með espressóbolla eða límónulíkjör eftir góða máltíð og hentar líka vel þeim sem forðast glúten.

Ég baka þessa köku annað slagið þegar mig langar í eitthvað sérstakt og ítalskt – og hún klikkar aldrei.

Meðan hún bakast má raula Caprí Katarína 🙂

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

Torta Caprese – súkkulaðikaka frá Capri

125 gr afhýddar möndlur fínt saxaðar
125 gr dökkt súkkulaði (70%)
125 gr ósaltað smjör í bitum
125 gr sykur
3 stór egg, aðskiliin
flórsykur ofan á

Bræðið smjör og súkkulaði saman, hrærið út i sykur og möndlumulning. Kælið svolítið og bætið rauðum við. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við deigið.

Bakið við 160°C 40 mín. Sigtið flórsykur ofan á.

🇮🇹

SÚKKULAÐITERTURKAPRÍÍTALÍAGLÚTENLAUS

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar. Í upphafi ársins 2016setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og annað sem má laga.

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Fyrri færsla
Næsta færsla