Við gistum á Hótel Laugarbakka í Miðfirði – björt og smekkleg herbergi, ljúffengur íslenskur matur og sérinnflutt vín. Einstakt sveitahótel með sögu og sál.
Hótel Laugarbakki
Í áranna rás hefur maður brunað í gegnum Miðfjörðinn (bernskuslóðir Grettis Ásmundarsonar) og framhjá Laugarbakka og svo er eflaust um fleiri. Það er hins vegar vel þess virði að bregða sér út af þjóðveginum, því að þar hefur byggst upp glæsihótel í gamla grunnskólanum, sem kemur verulega á óvart. Endurbyggingin er gagnger. Hér er falleg hönnun, léttir litir og bjart yfir, en allt var bókstaflega tekið í gegn, en það eina sem minnir á gamla skólann eru loftljós sem eru reyndar mjög töff.
Gyða tók glaðlega á móti okkur í móttökunni, en Ragnar Bragi yfirþjónn leiddi okkur um sali og sagði okkur frá. Í gamla leikfimissalnum, sem minnir ekkert á leikfimissal lengur, eru ráðstefnur og fundir og á jólahlaðborðum koma t.d. 150 manns á hverju kvöldi og þá kemur fólk víða að. Sem dæmi hafa komið fyrirtæki sem hafa starfsstöðvar í Rvík og Akureyri og mæst á miðri leið.
Hér er hægt að fá risastór herbergi, enda fyrrverandi kennslustofur, allt fallega innréttað.
Ragnar er eins og fæddur í hlutverkið, röskur og veit allt, ekki síst um vín, en sum vín eru sérinnflutt. Hann hafði samband við Oster fjölskylduna í Mósel dalnum og fór út sjálfur í 2 1/2 mánuð rétt fyrir uppskeru og tók þátt í öllum stigum framleiðslunnar og tók síðan fólk í vínkynningar þar. Við fengum góðan Riesling, Urgestein frá Oster, létt og hálfþurrt, en með hunangs- og ávaxtakeim. Hótelið flytur inn sín eigin vín, m.a. Urgestein frá Oster.
Á matseðlinum er ýmislegt sem minnir á hefðbundna íslenska matargerð, t.d. sunnudagssteikin með nútímalegri framsetningu, hangikjöt o.m.fl. skemmtilegt.
Hjónin Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir eiga og reka Hótel Laugarbakka. Yfirmatreiðslumaður er Rúnar Þór Arnarson.
Meistari Ólafur barnabarn, Bergþór og Albert á veitingastaðnum Bakka á Hótel LaugarbakkaVeitingastaðurinn Bakki er léttur og snyrtilegur eins og annað, hvítar tauservíettur og lifandi blóm á borðum. Það var aðdáunarvert hvað þjónarnir fór létt með að þjóna fullum sal með bros á vör.
Úrval íslenskra smárétta: Saltfiskur, tvíreykt hangikjöt frá Staðarbakka með laufabrauði og eggjarauðu, rækjur með wasabi hrognum og grafinn lax á rúgbrauði með sjóbirtingshrognum.
Rækjukokteill, rækjur frá Meleyri, kokteilsósa og egg, sítróna og gúrka. Þetta fannst Ólafi frábært, en það gleður okkur að gamli góði rækjukokteilliinn er aftur kominn í tískuSkelfisksúpa rjómalöguð með rækjum, hörpuskel og grænskelRauðrófu-carpaccio, rauðrófur, klettasalat, furuhnetur og vegan ostur. Kom verulega á óvart, þessi samsetning á hráefnum.Ærfillet úr heimabyggð, uppfærð útgáfa af sunnudagssteik, rabarbarasulta, rauðkál með eplum, sykurbrúnuð kartafla.Steinbítur í jurtahjúp, blómkáls purée og saffransósa kom verulega á óvart, djúpsteiktur og hjúpurinn góður, salatsósan mjög bragðmikil.Þorskhnakki léttsaltaður, kartöflustappa, spínat kapers og lauksmjör, hárrétt eldaðurVegan crumble hindberja rabarbara hjónabandssælu, hafrarjómi þeyttur og saltkaramella og hindberjadressing. Með þessu fengum við dessert vín, einnig frá Oster, úr Auslese berjum, síðuppskeru svo að eftir situr öll sætan úr berinu, yndislegt vín.Ís og þeyttur rjómi Grand og Stroh í kaffinu sem er hellt út á.Súkkulaðikaka með vanilluís og þeyttum rjóma.
Tvíreykt hangikjöt gladdi bragðlauka okkar sérstaklega mikiðÍ gamla leikfimissalnum, sem minnir ekkert á leikfimissal, eru ráðstefnur og fundir og á jólahlaðborðum koma t.d. 150 manns á hverju kvöldi og þá kemur fólk víða að. Sem dæmi hafa komið fyrirtæki sem hafa starfsstöðvar í Rvík og Akureyri og mæst á miðri leið.Fínasta morgunverðarhlaðborð er á Hótel Laugarbakka
Bessastaðakökur. Vigdís tók með sér þessa uppskrift þegar hún flutti til Bessastaða og voru þær í boði fyrir gesti allan ársins hring, bornar fram í silfurskál...
Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.
Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.