Draumaterta – döðluterta

0
Auglýsing
Draumaterta - döðluterta Svei mér þá ég held þetta sé ein vinsælasta terta landsins. hlaðborð kaffihlaðborð Hún heitir ýmsum nöfnum en grunnurinn er sá sami: Döðlubotn, marengs, rjómi og krem. draumterta besta tertan marengs húsó hússtjórarskólinn í Reykjavík marengsbotn súkkulaðibráð spariterta eggjakrem hnallþóra besta terta á íslandi fjölskylduboð
Draumaterta – döðluterta  Svei mér þá ég held þetta sé ein vinsælasta terta landsins. Hún heitir ýmsum nöfnum en grunnurinn er sá sami: Döðlubotn, marengs, rjómi og krem.

Draumaterta – döðluterta 

Svei mér þá ég held þetta sé ein vinsælasta terta landsins. Hún heitir ýmsum nöfnum en grunnurinn er sá sami: Döðlubotn, marengs, rjómi og krem.

Tertan góða var á eftirréttaborði í fjölskylduboði nemenda Húsmæðraskólans í Reykjavík. Skemmtilegasta boð og vel að því staðið. Fyrst fengu gestir sér forrétti og aðalrétti af hlaðborði, eftir það var handavinna nemenda skoðuð og loks komu gestir aftur að hlaðborðinu og gæddu sér á gómsætum eftirréttum.

Auglýsing

HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍKHÚSMÆÐRASKÓLARTERTURKAFFIMEÐLÆTIHLAÐBORÐMARENGS

.

Nemendur á tröppum Hússtjórnarskólans í Reykjavík

Draumaterta
(uppskrift að tveimur tertum)

Döðlusúkkulaðibotnar – 2 stk.
3 egg
3⁄4 bolli sykur
2 bollar döðlur, smátt saxaðar
100 g súkkulaði, saxað
3⁄4 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Blandið saman hveiti, lyftidufti, döðlum og súkkulaði og blandið varlega saman við þeyttu eggjablönduna. Setjið í tvö springform eða önnur hringlaga form (24 cm) klædd með bökunarpappír.
Bakið við 175 – 180°C í 10-15 mín.
Kælið.

Marengs – 2 botnar:
4 eggjahvítur
200 g sykur

Stífþeytið eggjahvítur og sykur mjög vel. Teiknið 2 hringi á bökunarpappír, jafnstóra og formið undan döðlubotnunum, smyrjið marensinn jafnt á pappírinn.
Bakið við 110°C í 1 klst.

Eggjakrem á 2 tertur
4 eggjarauður
3 msk sykur
2 1⁄2 dl rjómi

Þeytið rjómann. Þeytið eggjarauður og sykur saman, létt og ljóst. Blandið síðan þeytta rjómanum varlega saman við.

Samsetning á Draumatertu
Setjið döðlubotn á fat, má bleyta hann aðeins upp með sérrí eða ávaxtasafa en þarf ekki. Sneiðið 1 – 2 banana eða 4 niðursoðnar perur og raðið ofan á hvern botn.
Setjið eggjakremið þar yfir.
Setjið svo marengsbotn yfir eggjakremið.
Þeytið 2 1⁄2 dl af rjóma á hverja köku ( 5 dl samanlagt á tvær) og smyrjið yfir .
Frystið nú kökurnar tvær. Hæfilegt er að taka kökuna úr frosti um 2-3
klst. áður en hún er borin á borð. Þá þarf strax að búa til súkkulaðibráð sem sett er yfir kökuna þegar hún er tekin úr frosti.

Súkkulaðibráð á tvær tertur:
400 g suðusúkkulaði – brætt yfir gufu.
4 msk þeyttur rjómi
4 eggjarauður
8 msk vatn

Hrærið eggjarauðum og vatni saman við súkkulaðið, einnig rjómann. Blandið vel saman. Hellið kreminu síðan yfir kökuna og setjið hana í kæli um stund, eða í frysti.
Skera má kökuna í sneiðar og skreyta hana sem stakar tertusneiðar, t.d. með rjómatopp, súkkulaðiskrauti og blæjuberi, eða bera hana fram heila skreytta með rjóma.
Geymist vel í frysti.

.

Draumatertan á eftirréttahlaðborði nemenda í Hússtjórnarskólanum
Gestum var boðið að skoða handavinnu nemenda og þar tóku Bergþór og Ellert Blær nokkur lög

HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍKHÚSMÆÐRASKÓLARTERTURKAFFIMEÐLÆTIHLAÐBORÐMARENGS

.

Fyrri færslaBryggjuhúsið

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.