Torta della nonna – Ömmukaka

0
Auglýsing
Torta della nonna - Ömmukaka Torta della nonna - Ömmukaka ítalía ítalskur matur ítölsk terta kaka eftirréttur krem sítrónubörkur baka eftirrétta sítrónubörkur heimilisleg kaka furuhnetur flórsykur toskana toscana flórens
Torta della nonna – Heimilisleg og ljúffeng ömmukaka

Torta della nonna – Ömmukaka

Það er eitthvað notalegt við kökuna hennar ömmu, Torta della nonna. Reyndar er talið að bakari nokkur í Toscana, hugsanlega í Arezzo eða Flórens, hafi bakað hana upp úr aldamótum 1900 til að auka úrvalið af heimilislegum kökum hjá sér og kallað hana kökuna hennar ömmu til að gefa henni heimilislegt yfirbragð. Alla vega náði hún fljótt útbreiðslu og er löngu orðin klassík í heimilismatargerð á Ítalíu. Hér er hún eins og hún kemur fyrir, en það má auðvitað leika sér með tilbrigði, setja smá limoncello í kremið, smá sultu undir kremið, jafnvel baka hana án loks. Allt eftir smekk.

ÍTALÍATERTURTOSCANABÖKURLIMONCELLO

Auglýsing

🇮🇹

Torta della nonna – Ömmukaka

Torta della nonna – Ömmukaka

Vanillukrem: (crema pasticcera):

500 ml mjólk

4 eggjarauður

120 g sykur

50 g hveiti

1 tsk vanillusykur

rifinn börkur af 1/2 sítrónu

Gott er að byrja á kreminu. Hitið mjólk með vanillusykri og sítrónuberki að suðu. Þeytið eggjarauður og sykur þar til stífnar. Hrærið hveiti saman við. Hellið mjólkinni í könnu og þeytið saman við rauðurnar. Setjið aftur í pottinn og látið þykkna við vægan hita, en hrærið af og til í svo að ekki brenni við. Kælið í skál með plastfilmu á (svo að ekki komi skán).

Botn (pasta frolla):

300 g hveiti

150 g smjör, kalt í teningum

120 g sykur

1 egg + 1 eggjarauða

1 tsk lyftiduft

smá rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk salt

Setjið hveiti, lyftiduft, salt og sykur saman í skál og blandið vel með skeið. Myljið smjörið saman við þar til það minnir á brauðmylsnu. Bætið eggjum og sítrónuberki við og mótið kúlu. Setjið í plastfilmu og kælið í 30 mín.

Ofan á:

50 g furuhnetur

flórsykur til skrauts

Skerið 2/3 af deiginu í sneiðar og þrýstið í 24-26 cm form, líka upp á hliðar. Hellið kreminu í. Fletjið restina út af deiginu. Gott er að hafa plastið sem deigið var í undir, setja formið ofan á, skera utan af og laga til, svo að lokið passi á kökuna. Leggið lokið ofan á og stráið furuhnetum yfir. Bakið við 170°C í 40 mín, þar til kakan er gullinbrún. Kælið. Það þarf að fara varlega við að færa kökuna á disk, ég var með tvo pönnukökuspaða og það bjargaði mér. Stráið síðan flórsykri yfir til skrauts.

ÍTALÍATERTURTOSCANABÖKURLIMONCELLO

🇮🇹

Fyrri færslaÍtölsk veisla hjá Kristínu Björgu
Næsta færslaSkál restaurant